20/11/2007

Rokkhljómarsveitarhjúkka!
Hjúkkan sýndi á sér nýjar hliðar á dögunum þegar hún tróð upp með hinni ógleymanlegu Vistor hljómsveit "Þrír með dívum". Hjúkkan lét plata sig í að syngja bakrödd og rúllaði bandið árshátíðinni upp með glæsibrag. Vinnufélagarnir sýndu ótrúleg múv á dansgólfinu undir dúndrandi stuði hljómsveitarinnar. Kvöldið leið hratt og þó svo að það hafi nú ekki endað eins og planið var þá var fjörið hið mesta. Vikan leið og þá lá leið hjúkkunnar til Vestmannaeyja þar sem heimamönnum var kennt hvað væri það besta við of háum blóðþrýstingi. Flugið um morguninn var tæpt og enn tæpara þegar átti að snúa heim og eftir nokkuð kröftugan valkvíða ákvað hjúkkan að prófa að upplifa ferð með Herjólfi. Já dallurinn stóð fyrir sínu og á tímabili þurfti mikla einbeitingu til þess að missa ekki innyflin í boxið, en með mikilli elju tókst hjúkkunni að sofa góðan hluta ferðarinnar. Það er eitt sem hjúkkan skilur þó ekki og það er þörf fólks til þess að vera að troða í sig mat alla leiðina í leiðindar sjógangi og veltingi! Það var alveg orsök nettrar innyflaörvunar!
Nú er hjúkkan byrjuð að kyrja jólasöngvana og raular jó-hólin jó-hólin ah- hallstaðar meira og minna allan daginn. Hjún er búin að taka þá ákvörðun að gefa jólastemningunni sjéns þetta árið og blómstra í undirbúningnum - engin námskeið þó!!! Svo er bara að undirbúa brúðkaup milli jóla og nýárs - þó ekki hennar eigið...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst vera dálítið gengið fram hjá mér og Þóri í Kaupmannahöfn, þar sem þú virðist vera með annan fótinn hér, svo að segja vikulega... Láttu frá þér heyra, stelpa! Héðinn