Aflýst!
Hjúkkan er svolítið að leita í spennuna þessa dagana með því að reyna að fljúga á krefjandi staði á Íslandi. Fyrir nokkru voru það Vestmannaeyjar og svo fór eins og þekkt er að Herjólfur fékk að ferja hjúkkuna heim. Í dag átti að gera tilraun til að komast til Ísafjarðar og allt leit vel út. Hjúkkan komin tímanlega út á Reykjavíkurflugvöll og sat hin spakasta og fylgdist með þreyttum ferðalöngum koma og fara. Sumir virkuðu voðalega taugaveiklaðir og eftir að hafa horft á þó nokkra koma, tala við einhver á þjónustuborðinu og fara svo aftur var hjúkkunni farið að lengja eftir að byrjað yrði á tékk inn í flugið. Viti menn loksins þegar hjúkkan reis á fætur og ætlaði að athuga málið kom voðalega huggulegt sms. "Góðan dag, því miður hefur flugi til Ísafjarðar verið aflýst vegna veðurs". Já svo fór með þá ferð að sinni alla vega. Hjúkkan var reyndar búin að sjá í nokkrum sjarma rólegt kvöld á Hótel Ísafirði en í staðinn eru bara huggulegheit í Dofranum.
Það gengur ágætlega að versla fyrirfram fyrir New York enda má maður engan tíma missa í svona basic shopping :) Svo er bara að vona að ekki verið 14 stiga frost eins og í fyrra!!!
28/11/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli