09/12/2007

Hi, how are you?!
Hjúkkan er þegar þetta er skrifað búin að pakka niður í ferðatöskuna (sem var hálftóm við komu) og undirbúa heimferðina á morgun. Já Stóra Eplið hefur fengið að njóta samvista við stelpuna í nokkra daga og hefur ekki farið illa um hana. Eitthvað fór verslunin hægt af stað enda svo sem lítið stress í gangi hjá stelpunni á þessu sviði. Ferðin út gekk vel og það var pínu þreyttur hópur sem loksins lenti í New York eftir 6 klst flug! Leiðin lá á hótelið í smá snarl og svo háttartíma. Í lyftunni á leiðinni upp á 29. hæð ræddu hjúkkan og íslenskur ferðafélagi málin (sem betur fer voða almennt) því auðvitað var gaurinn sem kom hlaupandi inn í lyftuna og leit út fyrir að vera Þjóðverji Íslendingur. Hann hlustaði gaumgæfilega og bauð svo laumulega góða nótt þegar hann steig út út lyftunni með ótrúlegt glott á smettinu. Voðalega fannst honum hann vera sniðugur!!!
Það var nú smá ástand í kringum hjúkkuna hér á hótelinu, þar sem lyftan stoppaði rétt við 17. hæð og neitaði að fara lengra. Eftir að hafa haldið ró sinni í nokkurn tíma tókst loksins að opna draslið og hjúkkan og lyftufélagar voru ekki lengi að koma sér út - svo var fundinn stigagangur og afgangurinn af ferðinni upp á herbergi tekinn í tröppunum.
Annars er New York alltaf jafn svakalega svona rétt fyrir jólin, fólk alls staðar, hávaði alls staðar og ekki farandi inn í lyftu nema að einhver þurfi að tala við þig! Alveg hreint merkilegur ávani hjá þessari ofvöxnu þjóð. Auðvitað ætti maður að taka prufu og svara einhvern tímann að allt sé í rugli og loksins sé einhver sem sýnir manni áhuga.... hehe spurning hvort viðkomandi hætti ekki að bera fram þessa spurningu við fólk sem hann þekkir ekki?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

prófaðu segja ekki neitt og kinka bara kolli - eða muldra bara mmmpff ;-)
Inga pinga