18/12/2007

Sjálflímandi frímerki!
Pósturinn fær mikið hrós frá hjúkkunni í ár fyrir að bjóða upp á sjálflímandi jólafrímerki. Eftir að hafa sleikt öll umslögin var tungan orðin ansi loðin og komið ferlegt bragð í munninn, að ógleymdi andremmunni sem þessu fylgir... Já smekklegar lýsingar en eitthvað sem allir kannast við í kringum jólakortabransann. Hjúkkunni var nú farið að kvíða nokkuð að þurfa að sleikja öll frímerkin líka og klígjaði eiginlega niður í tær við tilhugsunina. Þá kom ljósgeislinn í líf hjúkkunnar... jú jólafrímerki póstsins eru sjálflímandi :) :) :)
Það þarf greinilega ekki mikið til þess að gleðja hjúkkuna sem með bros á vör gekk frá öllum kortunum til sendingar og þá er þessu verkefni lokið í bili. Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem hjúkkan sest niður og skrifar jólakort og var eiginlega búin að gleyma því hversu yndæl sú stund getur verið hjá manni. Kveikt er á kertunum á aðventukransinum og bara nokkuð góð jólastemning komin í stelpuna.
Nú er bara að klára að kaupa jólagjafirnar og redda nokkrum fundum í vikunni og fara svo og halda jólin.

Engin ummæli: