10/12/2007

Brjálað veður!!!!
Það er ekki of sögum sagt þegar maður talar um brjálað veður í augnarblikinu. Fjörðurinn fallegi er gjörsamlega ófær vegna brjálaðs veðurs og hjúkkunni er ekkert sérstaklega vel við þetta allt. Hún skrapp á kóræfingu og á meðan fauk grillið um koll á svölunum og bara heppni að það fór ekki inn um gluggann! Nú er búið að binda allt lauslegt niður, koma öðrum hlutum inn í hús og vona það besta. Eitt sem vekur samt undrun og gleði hjá hjúkkunni og það er sú staðreynd að jólaseríurnar á svölunum hafa ekki haggast! Stelpan fór út í 6 stiga frosti um daginn og ákveð að setja þær tryggilega á svalirnar og það hefur aldeilis sannað sig þessa síðustu klukkutíma.
Nú er mál að reyna að snúa sólarhringnum aftur á rétt ról enda heimkoma frá New York í morgun með tilheyrandi tímarugli. Hjúkkan ætlaði rétt að blunda í 2 tíma en svaf af sér stjórnarfund og næstum því kóræfinguna líka.
Vonandi fer þetta veður að ganga yfir svo hjúkkan nái að sofa eitthvað í nótt, en það er lítill friður þegar veðrið stendur á svefnherbergis gluggann með miklum ofsa.

Engin ummæli: