Í tilefni áramóta!
Já nú er enn eitt árið að renna sitt skeið og tíminn flíygur áfram. Undanfarin ár hefur hjúkkan verið í áramótablús og yfirleitt farið á bömmer þegar farið var yfir liðið ár. En svo er nú aldeilis ekki í ár. Hjúkkan tók ákvörðun í desember að gera jólin og áramótin að eins streitulausum tíma og mögulegt væri og það hefur skilað sér í hamingju og vellíðan yfir hátíðirnar. Það eru líka mörg ár síðan hjúkkan borðaði eins mikið og hún hefur gert undanfarna daga og verður því hraustlega tekið á því í gymminu strax á nýju ári.
Það dreif ýmislegt á daga stelpunnar á árinu 2007 og hér koma nokkrir punktar:
- ferðir erlendis urðu 12 á árinu ýmist til Evrópu eða USA. Í einni ferðinni seinkaði flugi því klósettið í vélinni lak!
- skiptinemafjölskyldurnar voru heimsóttar við mikinn fögnuð
- bílgreyið fékk að finna fyrir því og endaði hann á verkstæði 3 sinnum á árinu
- pumpan lét illum látum og endaði á lyfjum
- elsta systir giftist með glæsibrag í undurfallegum kjól
- 10 kílómetrar voru hlaupnir á um klukkutíma í Reykjavíkurmaraþoni
- sagan endalausa heldur réttu nafni og virðist nú vera á réttri leið..hehe
- grillið fauk þrisvar sinnum!!! óvíst um framtíð þess í augnarblikinu
- hjúkkan hóf þátttöku með hljómsveitinni "Þrír með dívum"
- svolítið mörg pör af skóm voru keypt... ef þið giskið á rétt svar fáið þið verðlaun...
- hjúkkan varð þrítug!!!!!... óvíst með framtíð þess í augnarblikinu ....
Já þetta er brot af eftirminnilegum atburðum ársins og þeir voru nú margt fleiri en sumt er betur geymt ósagt :) Nú er mál að ganga inn í nýja árið með glæsibrag og markmiðið er að njóta þess fram í fingurgóma. Farið varlega með flugeldana elskurnar, ég verð ekki á slysó til að taka á móti ykkur....
30/12/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
blessuð, rakst á síðuna þína í gegnum alls konar fólk ;) varð að giska á skófjöldann. Miðað við fjölda ferða erlendis ætla ég að giska á að pörin séu 20
kv. Óli slysókjaranefndarsamstarfshjúkka
Næstum því Óli minn - þú ert í 3. sæti í keppninni :)
Kv
Hjúkkan
Ég giska á 12 skópör. Eitt í hverri ferð!
Knús og gleðilegt ár elskan mín og takk fyrir það gamla og allar okkar gömlu stundir :)
Bryndís
Ég ætla að giska á um 15 pör af skóm...?
Inga Pinga
Skrifa ummæli