06/11/2007

Stelpan orðin stór!
Já þá er hjúkkan loksins orðin 30 ára og komin í tölu fullorðinna. Eftir að hafa tekið nokkur kvíðaköst vegna þá yfirvofandi afmælis var hjúkkan ekkert nema afslöppuð og flottust að eigin mati á afmælisdaginn. Afmælis- og innflutningspartý Dofrans var haldið á laugardaginn og það var bara frábært. - Hjartans þakkir fyrir mig - Mjög skemmtilega ólíkir hópar af fólki saman komin í kotinu og kátt á hjalla. Svo er fyritækið sem hjúkkan vinnur hjá svo almennilegt að halda afmælisveislu (árshátíð) fyrir stelpuna n.k. laugardag og öllu verður til tjaldað :)
Nú lítur allt út fyrir að hjúkkan verði á Íslandi allan nóvember sem er bara kostur og eintóm hamingja yfir. Í desember er svo stutt ferð til New York enda þá kominn tími til að kíkja á jólagjafirnar. Þá er bara spurning hvort eitthvað af þessum fluffum sem maður þekkir verði um borð og fái að gera manni lífið ljúft á leiðinni yfir hafið.

1 ummæli:

Dóa sagði...

Til lukku með afmælið! Þú veist að hlutir fara fyrst að verða áhugaverðir eftir þrítugsafmælið.. ;o)

Hefði svo viljað taka þátt í hátíðarhöldunum, en koma tímar og koma ráð.. okkar tími mun koma!

Knús frá Amsterdam!