Ferðafélagið Fnykur!
Hjúkkan hóf ferðasumarið með frábærra göngu yfir Fimmvörðuhálsinn aðfaranótt laugardags. Þetta er svokölluð Jónsmessuferð Útivistar og því er gengið alla nóttina. Ferðin var algjörlega frábær í alla staði, veðrið brilljant og félagsskapurinn illa flippaður enda meirihlutinn samstarfsfólk hjúkkunnar. Það var ótrúlega góð tilfinning að koma niður í Bása kl. 8 að morgni, fá sér einn kaldan með teygjunum, tjalda og fá sér blund. Laugardagurinn var tekinn í afslöppun og grillveislu og varðeld um kvöldið að ógleymdri hressilegri koju við tjaldbúðirnar hjá hópnum. Einhvern tímann á laugardeginum var Ferðafélagið Fnykur stofnað með vísan í aftansöng eins ferðafélagans... Það var auðvitað hlegið svo mikið að tárin láku niður kinnarnar og sungnir vöggusöngvar fyrir frænkurnar í krútttjaldinu.
Næstu helgi er svo næsta gönguferð - nú með Ingu og Fribba í Kellingafjöll og það í 4 daga. Ekki slæm upphitun að hafa skellt sér yfir Fimmuna og í dag hjólaði hjúkkan úr Dofranum í Brekkuselið í mat til gömlu. Já það verðar sko bara buns of steal eftir sumar hjá stelpunni :)
23/06/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
sjitt hvað þú ert dugleg!!! ! :)
oh, en gaman - draumur í dós að labba á fallegum svæðum í svona guðdómlegu veðri eins og búið er að vera.
Þú ert rosa dugleg!
Bryndís
Skrifa ummæli