21/11/2008

Leðurblaka???
Hjúkkan uppgötvaði sér til lítllar hamingju fyrir viku að ytra glerið í einum af stofugluggunum var brotið. Það höfðu þó nokkrir haft á orði við hjúkkuna að það færi full kalt í stofunni hjá henni en hún bara lét það sem vind um eyru þjóta og bar kuldaskræfuhátt upp á viðmælendur. Nema hvað að þessir einstaklingar höfðu nokkuð til máls síns eins og kom síðar berlega í ljós. Það var sem sagt gat - já ekki bara sprunga heldur GAT í einu glerinu og því ósköp lítil einangrun í gangi á bænum. Þetta kom auðvitað í ljós eftir kl. 17 á föstudegi og því lítið sem hægt var að gera í málinu fyrr en á mánudagsmorgun. Þá bjallaði stelpan í tryggingafyrirtækið sem geymir húseigendatrygginguna og málið var ofureinfalt. Smiðurinn kom daginn eftir og nú 4 dögum síðar er komin ný rúða.
Það sem er einkennilegt er lagið á gatinu sem var á glugganum. En það var alveg eins og lítil leðurblaka í laginu. Hægt var að sjá fyrir sér leðurblökuna í fersku aðflugi þar sem eitthvað fór úrskeiðis og splatt - hún klesst á gluggann!! Hjúkkan hélt fyrst að hún væri orðin nett biluð en smiðurinn var sammála laginu á gatinu og því eru vitni til staðfestingar á gatinu. Það hefur ekkert spurst til leðurblökunnar eftir þetta einkennilega mál. Kannski það hafi eitthvað annað valdið gatinu??

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bíddu náðist ekki leðurblaka um daginn... á Álftanesi sem en nú ekki svo langt frá Hafnarfirði...
kv. Inga Lilja

Hver er þessi stelpa sagði...

Sko ég vissi að ég væri ekki að verða rugluð.... Leðurblakan hefur örugglega verið vönkuð eftir áreksturinn við gluggann og þess vegna náðist hún :)