27/04/2005

Koffínskortshöfuðverkur og ofneysla sykurs!
Hjúkkan var við vinnu sína allt í einu að farast úr höfuðverk af ókunnum orsökum. Eftir dágóðastund fór hjúkkan að hugsa sinn gang og komst að því að hún hafði ekki fengið NEITT koffín það sem liðið dags og klukkan farin að ganga 3!!!! Hjúkkan brá á það ráð að hella í sig góðum brúsa af Cola Light og svona til að seðja sárasta hungri runnu tvö Bounty með. Eftir þetta var hjúkkan komin með koffín og sykurskjálfta vegna tímabundinnar ofneyslu.
Annars er nú lítið að frétta annað en enn einn metið hefur hjúkkan slegið í unnum tímum á einum mánuði. Það ætti að fara að setja upp keppni í þessu fagi og hjúkkan og reyndar nokkrar hjúkkuvinkonur hennar myndu rústa keppninni.

19/04/2005

Alveg einstök atvik!
Eins og lesendur hafa nú séð í gegnum tíðina virðist sumir hlutir einungis henta hjúkkunar, sbr snjóflóðið inn um þaklúguna um daginn. Í kjölfar þess atburðar létu foreldrar hjúkkunar þau orð falla að hún væri nú einstök. Hver vill ekki vera einstakur - spurði hjúkkan sig bara og hélt áfram sínu lífi. Í morgun var annað eins einstakt atvik í lífi hjúkkunnar. Þannig að var að hún var búin að hafa sig til í ég-er-hörku-samningarnefndar-gella gírinn og full sjálfstraust skundaði hún út í bíl. Á leiðinni yfir bílaplanið vildi svo óheppilega til hjúkkan missti annan hanskan sinn og auðvitað lenti hann í eina pollinum sem var á öllum bílaplaninu - nema hvað! Hjúkkan er nú orðin nokkuð vön þessum atvikum, hrissti hausinn og tók upp hanskann. Undraði sig á því í augnarblik af hverju hanskinn hafði einmitt lent í þessum eina polli. Nema hvað þar sem nokkur bleyta var á hanskanum hóf hjúkkan að hrista vatnið af og gera hanskan tilbúinn til notkunar á nýjan leik. Glöð í bragði sá hún að nú var hanskinn orðinn sem þurr og ekkert mál að skella honum á hendina. Var þá hjúkkunni litið á jakkann sinn nánar tiltekið hægri ermi og hægri hlið jakkans sem allt í einu voru ekkert nema fullt af litlum blautum og tjöruðum blettum!!!! Jæja hugsaði hjúkkan - einmitt það sem ég þurfti núna - búin að hrista alla drulluna úr hanskanum beint á töffara jakkann og sá fram á að þurfa að skipta um jakka eða koma of seint á fund með launanefnd sveitarfélaga. Hjúkka brá á það ráð að setja trefilinn nokkuð töffaralega fyrir drullusletturnar á jakkanum og hélt glöð í bragði á fundinn. En sem sagt þá virðast sumir hlutir bara koma fyrir suma einstaklinga!

18/04/2005

Helgarfléttan!
Helgin var stórbrotin sem fyrr í lífi hjúkkunnar þar sem afmæli, leikhús og Hvalfjarðargöngin komu við sögu ásamt reglubundnum næturvöktum. Á föstudaginn rann upp langþráð stund er hjúkkan fór að sjá Höskuld leika 350 kg konu og prest í sama leikritinu. Eftir þessa stórbrotnu sýningu lá leiðin í afmæli til Arnbjargar og loks heim í ból þar sem 35 slasaðir einstaklingar biðu björgunar hjúkkunnar á laugardaginn. Sprækust stökk hjúkkan fram úr og dreif sig niður á slysadeild og þaðan með löggunni og loks þyrlunni að Hvalfjarðargöngunum. Þar rokkaði hópurinn frá slysó feitt og var ekki lengi að rúlla upp þessari æfingu. Að henni lokinni drapst hjúkkan í bakinu en lét ekkert á sig fá og mætti galvösk á nætuvakt dauðans. Slagsmál og skurðir einkenndu næturvaktina og var hjúkkan alveg búin að fá nóg þegar hún fór heim og hlaut hægt andlát. Hún vaknaði því sem næst ónýt í bakinu og hélt sig til hlés það sem eftir leið helginni. Í dag tók svo almennur hrottaskapur við er hún dreif sig til sjúkraþjálfarans sem hvorki fær sumargjöf né jólakort í ár frá hjúkkunni!

12/04/2005

Engin frammistaða!
Það er engin frammistaða hjá hjúkkunni þessa dagana á þessari blessuðu síðu. Það hefur svo sem ekkert hent hana aldrei þessu vant - þar sem hún hefur haldið sig mestan partinn í vinninnu. Reyndar ætlaði hjúkkan að gera sér glaðan dag s.l. föstudag með gömlum MH vinum sem tókst með miklum ágætum. Haldið var til á ölstofu nokkurri í allt of langan tíma og lá leiðin þaðan í stutt stopp á Thorvaldsen. Höskuldur átti öfund allra karlmanna er gengu niður Laugarveginn þar sem hann stoltur tilkynnti öllum sem mættu honum að hann væri nú með tvær upp á arminn. Annars kom lítið annað í ljós þetta kvöld en að vinir hjúkkunnar telja hana vera í hópi alvarlega veiks vinnualka! Til þess að standa nú undir nafni ætlar hjúkkan að "bjarga" mannslífum í Hvalfjarðargöngunum um næstu helgi við mikinn fögnuð þeirra sem ætla norður á laugardaginn - því þá verða göngin lokuð frá 8 - 15. Jæja en nú er mál að henda sér í sófann og slaka aðeins á.

04/04/2005

Töffari í snjóflóði!
Hjúkkutöffarinn fór tennis á sunnudaginn við mikinn fögnuð viðstaddra og hennar sjálfrar þar sem nokkuð duglega var tekið á brúsanum kvöldið áður. Kór Langholtskirkju flutti Jóhannesarpassíuna í annað sinnið þetta árið og þar með þurfti að slútta því um kvöldið. Eftir mikla gleði og hamingju lá leiðin heim og var ekki frá því að örlaði fyrir hausverk þegar hjúkkan vaknaði til þess að fara í tennis. Hjúkkan dreif sig af stað og fór á ofurtöffara bílnum Mözdunni 6 sem er með þaklúgu. Eftir svona misgóðan árangur í tennistímanum lá leiðin heim og auðvitað var þaklúgan opnuð - maður er nú einu sinni ofurtöffari. Allt gekk ljómandi fínt og töffarastigin hlóðust upp þar til komið var á bílastæðið og bílnum rennt mjúklega niður brekkuna. ÞÁ gerðust ekki mjög töffaralegir hlutir. Jú það hafði snjóað heilmikið aðfaranótt sunnudagsins og var enn töluvert af bráðnum og hálfbráðnum snjó á þaki töffarabílsins þegar hjúkkan renndi sér í stæðið og viti menn - allt í einu sat hún í kaldri og mjög blautri sturtu af klaka, krapi og vatni! Við tók heilmikið hreinsunarverk að þrífa allan sjóninn og krapann úr bílnum og loks komst hjúkkan inn - blaut og köld með frekar fá töffarastig á bakinu.