Fátt að frétta!
Það er nú ekki mikið að frétta af hjúkkunni þessa dagana. Hún er búin að vera heima á klakanum í 3 vikur tæpar og farið að glitta í næstu ferð, en þá liggur leiðin til New York. Það verður nú örugglega frekar nett að vera þar í tæpa viku, svona í jólamánuðinum. Síðasta helgi fór í jólabakstur og skrall með Hafnarfjarðarpíunum sem var ótrúlega nett. Allt í einu er komin aftur föstudagur og áður en maður veit af verða jólin komin. Ælti hjúkkan splæsi ekki í nokkrar jólagjafir á meðan hún verður í NYC, svona á milli fyrirlestra og kvöldverðaboða.
Svo eru það auðvitað jólasöngvarnir hjá kórnum sem eru helgina fyrir jól með tilheyrandi tárvotum augum í vissum lögum. Það er alveg ótrúlegt hvað sum jólalög geta haft áhrif á mann og sértaklega er hjúkkan þá að tala um jólagið hennar Eivara sem Árni nokkur Harðar útsetti á þvílíkan snilldarhátt. Þið verðið bara að koma á tónleikana til að upplifa þetta - en ég get lofað ykkur því að það munu tár falla :)
Hjúkkan er frekar dapurleg í bíóferðum og hefur hvorki séð Mýrina né Bond!!! Jább alveg spurning um að finna einhvern til að fara með sér í bíó, ekki satt??
Þangað til næst, farið varlega í hálkunni og jólasmákökunum...
30/11/2006
16/11/2006
Hold the line.....
Hjúkkan er komin heim úr því sem virtist vera einstaklega löng ferð til útlanda í þetta skiptið. Það hefur sennilega haft áhrif að hún rétt komst heim milli fluga um síðustu helgi og náði ekki einu sinni að pakka upp úr töskunum. Annars var hjúkkunni bent á það í morgun það hugtakið að "pakka upp" væri ekki til og almennt væri notast við að "taka upp" úr töskunum! Nema hvað þá lenti hjúkkan sæl og þreytt á klakanum eftir nokkuð ánægjulegt næturflug frá Boston. Að þessu sinni voru allar flugvélar á réttum tíma og ekkert óvænt gerðist. Það má því segja að allt sé þegar þrennt er þar sem flugjinxinu virðist vera aflétt af hjúkkunni. Það er svo fátt íslenskara en að koma út úr Leifsstöð um kl 7 að morgni í 5 stiga frost og norðan gadd sem stingur inn að beini!!!!
Chicago er mjög skemmtileg borg og það var í nógu að snúast þar. Skella sér á ráðstefnuna, skoða í búðir og skoða mannlífið á götum borgarinnar. Hjúkkan var alltaf að bíða eftir því að hitta Dr. Luka á þinginu en hann er víst bráðalæknir en ekki hjartalæknir og því komst hann ekki til að hitta hana í þetta sinn :) Hápunktur ferðarinnar voru þó tónleikar með ofurbandinu TOTO sem voru á House of Blues á þriðjudagskvöldið. Þar hljómuðu hver annar slagarinn og þakið ætlaði að rifna af þegar þeir tóku einmitt "Hold the line (duh-duh-duh-duh).. love isn´t always on time". Aðrir gamlir og góðir voru meðal annars Rosanne og einnig Africa lagið sem hjúkkan man ekki hvað heitir. Hjúkkan heyrði þann orðróm að TOTO væru væntalegir til landsins á næsta ári og þá er bara að skella sér aftur enda þrusugott tónleikaband á ferð, þrátt fyrir nokkuð þétt litað hár, yfirvaraskegg og örfá aukakíló á gaurunum.
Hjúkkan er komin heim úr því sem virtist vera einstaklega löng ferð til útlanda í þetta skiptið. Það hefur sennilega haft áhrif að hún rétt komst heim milli fluga um síðustu helgi og náði ekki einu sinni að pakka upp úr töskunum. Annars var hjúkkunni bent á það í morgun það hugtakið að "pakka upp" væri ekki til og almennt væri notast við að "taka upp" úr töskunum! Nema hvað þá lenti hjúkkan sæl og þreytt á klakanum eftir nokkuð ánægjulegt næturflug frá Boston. Að þessu sinni voru allar flugvélar á réttum tíma og ekkert óvænt gerðist. Það má því segja að allt sé þegar þrennt er þar sem flugjinxinu virðist vera aflétt af hjúkkunni. Það er svo fátt íslenskara en að koma út úr Leifsstöð um kl 7 að morgni í 5 stiga frost og norðan gadd sem stingur inn að beini!!!!
Chicago er mjög skemmtileg borg og það var í nógu að snúast þar. Skella sér á ráðstefnuna, skoða í búðir og skoða mannlífið á götum borgarinnar. Hjúkkan var alltaf að bíða eftir því að hitta Dr. Luka á þinginu en hann er víst bráðalæknir en ekki hjartalæknir og því komst hann ekki til að hitta hana í þetta sinn :) Hápunktur ferðarinnar voru þó tónleikar með ofurbandinu TOTO sem voru á House of Blues á þriðjudagskvöldið. Þar hljómuðu hver annar slagarinn og þakið ætlaði að rifna af þegar þeir tóku einmitt "Hold the line (duh-duh-duh-duh).. love isn´t always on time". Aðrir gamlir og góðir voru meðal annars Rosanne og einnig Africa lagið sem hjúkkan man ekki hvað heitir. Hjúkkan heyrði þann orðróm að TOTO væru væntalegir til landsins á næsta ári og þá er bara að skella sér aftur enda þrusugott tónleikaband á ferð, þrátt fyrir nokkuð þétt litað hár, yfirvaraskegg og örfá aukakíló á gaurunum.
13/11/2006
Flugvesen ársins!
Þegar þetta er skrifað liggur hjúkkan á hótelherberginu sínu í Chicago þar sem hún er nú vegna ráðstefnu. Það hefur nú gengið á ýmsu undanfarna vikuna og hjúkkan orðin lífsreynd vond-veðurs-flugs-seinkunar vön og kippir sér nú ekki upp við hvað sem er. Ævintýrið byrjaði þegar hjúkkan var að rembast við að komast til Zurich í byrjun síðustu viku. Eins og margir muna geisaði einhver sá versti stormur síðari ára einmitt nóttina fyrir brottför og allt flug fór í tóma vitleysu. Eftir nokkra veltinga um hvort yrði af fluginu komst hjúkkan klakklaust til Köben þó nokkrum klukkustundum á eftir áætlun. Af einhverju orsökum flaug hún út með Express og þurfti því að sækja töskurnar sínar og tékka sig aftur inn fyrir næsta flug til Zurich en vegna seinkunarinnar hafði hjúkkan rétt rúman hálftíma til að redda sér í gegnum Kastrup á hádegi á mánudegi!!! Nokkrum nettum hraðsláttartöktum síðar gekk þetta allt upp og á undarverðan hátt komst hjúkkan með vélinni sinni til Zurich. Vikan leið hratt og áður en fyrr varði var hún á heimleið. Viti menn haldið þið að það hafi ekki komið önnur eins lægð að landinu daginn fyrir heimferðina og að þessu sinni var öllu flugi frestað vegna veðursins!!! Þetta leit ekki vel út því hjúkkan átti að komast heim á föstudagskvöldi til að komast út daginn eftir..... Enn og aftur gekk þetta upp á undarverðan hátt með ólympískum tíma í spretti í gegnum Kastrup nú um eftirmiðdag á föstudegi og út í Icelandair vélina. Hjúkkan svaf því róleg og ánægð í Dofranum eina nótt. Daginn eftir lá leiðin til Chicago á ráðstefnu og allt leit vel út. Vélin á áætlun, veðrið í lagi og allir vinir.... en svo kom að því!!! Þegar komið var út í vél var nú smá seinkun á fluginu (bara 30 mín) vélin fór á brautarenda og keyrði á fullt fyrir flugtakið.. en á síðustu stundu var hætt við flugtakið og allt bremsað í botn. Hjúkkan blótaði í hljóði og hugsaði með sér að nú væri hún endanlega hætt að fljúga. Í þetta skiptið bilaði vélin rétt fyrir flugtak og þurfti að skipta um vél í Keflavík til að koma liðinu út!!!!! Jább 3 flug af 3 mögulegum orðin að rugli!!! Á endanum var komið með aðra flugvél og allt gefið í botn til Minneapolis. Þar var enn einn ólympískur tíminn sleginn í flugvalla hlaupi og nýtt Íslandsmet sett í hlaupi á göngubandi. Enn sem fyrr gekk nú upp að ná í tengiflugið en hjúkkunni alveg hætt að vera skemmt með þessu rugli! Hjúkkan á að koma heim á fimmtudagsmorgun, margir hennar nánustu ætla aldrei að fara upp í flugvél með henni og hún er eiginlega komin með nóg af Keflavík airport í bili. Það skal þó engan undra ef gerir snarvitlaust veður á miðvikudagskvöldið og öllu flugi á fimmtudaginn verði aflýst!
Þegar þetta er skrifað liggur hjúkkan á hótelherberginu sínu í Chicago þar sem hún er nú vegna ráðstefnu. Það hefur nú gengið á ýmsu undanfarna vikuna og hjúkkan orðin lífsreynd vond-veðurs-flugs-seinkunar vön og kippir sér nú ekki upp við hvað sem er. Ævintýrið byrjaði þegar hjúkkan var að rembast við að komast til Zurich í byrjun síðustu viku. Eins og margir muna geisaði einhver sá versti stormur síðari ára einmitt nóttina fyrir brottför og allt flug fór í tóma vitleysu. Eftir nokkra veltinga um hvort yrði af fluginu komst hjúkkan klakklaust til Köben þó nokkrum klukkustundum á eftir áætlun. Af einhverju orsökum flaug hún út með Express og þurfti því að sækja töskurnar sínar og tékka sig aftur inn fyrir næsta flug til Zurich en vegna seinkunarinnar hafði hjúkkan rétt rúman hálftíma til að redda sér í gegnum Kastrup á hádegi á mánudegi!!! Nokkrum nettum hraðsláttartöktum síðar gekk þetta allt upp og á undarverðan hátt komst hjúkkan með vélinni sinni til Zurich. Vikan leið hratt og áður en fyrr varði var hún á heimleið. Viti menn haldið þið að það hafi ekki komið önnur eins lægð að landinu daginn fyrir heimferðina og að þessu sinni var öllu flugi frestað vegna veðursins!!! Þetta leit ekki vel út því hjúkkan átti að komast heim á föstudagskvöldi til að komast út daginn eftir..... Enn og aftur gekk þetta upp á undarverðan hátt með ólympískum tíma í spretti í gegnum Kastrup nú um eftirmiðdag á föstudegi og út í Icelandair vélina. Hjúkkan svaf því róleg og ánægð í Dofranum eina nótt. Daginn eftir lá leiðin til Chicago á ráðstefnu og allt leit vel út. Vélin á áætlun, veðrið í lagi og allir vinir.... en svo kom að því!!! Þegar komið var út í vél var nú smá seinkun á fluginu (bara 30 mín) vélin fór á brautarenda og keyrði á fullt fyrir flugtakið.. en á síðustu stundu var hætt við flugtakið og allt bremsað í botn. Hjúkkan blótaði í hljóði og hugsaði með sér að nú væri hún endanlega hætt að fljúga. Í þetta skiptið bilaði vélin rétt fyrir flugtak og þurfti að skipta um vél í Keflavík til að koma liðinu út!!!!! Jább 3 flug af 3 mögulegum orðin að rugli!!! Á endanum var komið með aðra flugvél og allt gefið í botn til Minneapolis. Þar var enn einn ólympískur tíminn sleginn í flugvalla hlaupi og nýtt Íslandsmet sett í hlaupi á göngubandi. Enn sem fyrr gekk nú upp að ná í tengiflugið en hjúkkunni alveg hætt að vera skemmt með þessu rugli! Hjúkkan á að koma heim á fimmtudagsmorgun, margir hennar nánustu ætla aldrei að fara upp í flugvél með henni og hún er eiginlega komin með nóg af Keflavík airport í bili. Það skal þó engan undra ef gerir snarvitlaust veður á miðvikudagskvöldið og öllu flugi á fimmtudaginn verði aflýst!
05/11/2006
Fortíðin, nútíðin og framtíðin!
Hjúkkan hefur haft allt of mikið á sinni könnu undanfarna daga. Hún er búin að setja saman markaðsáætlun, læra hvað markaðsáætlun er, fara á Dale Carnegie námskeið, gera nokkra skipulagslista og pakka í tvær ferðatöskur. Nú situr hún ein og afslöppuð á laugardagskvöldi, búin að horfa á rómantíska gamanmynd og er að spjalla við hana Maju sína í Nýja Sjálandi. Eftir miðnætti rann svo upp afmælisdagurinn með tilheyrandi aldurstengdu kvíðakasti og dramatík. Á hverju ári í kringum þennan ágæta dag fer hjúkkan í þessa krísu. Hún fer að hugsa um síðasta árið, komandi ár og hvernig hún ætlar að breyta öllu og gera allt betra. Síðustu tvö afmæli hafa einkennst af mikilli eigin dramatík sem auðvitað ná að magnast í huganum þegar maður er einn að rífast við sjálfan sig.
Næstu dagar og vikur fara í ferðalög um allan heiminn fyrst til Zurich og svo til Chicago. Hjúkkan nær einum smá blundi heima rétt yfir nóttina næsta laugardag og svo er hún þotin í burtu. Það er eins gott að eiga ekki einu sinni plöntu til að vökva þegar maður er á svona flakki enda myndi sú jurt ekki hanga lengi á lífi.
Fjölskyldan kemur í afmæliskaffi á morgun og svo er stefnan tekin á rólegheit annað kvöld með tilheyrandi afslöppun og ánægju.
Hjúkkan hefur haft allt of mikið á sinni könnu undanfarna daga. Hún er búin að setja saman markaðsáætlun, læra hvað markaðsáætlun er, fara á Dale Carnegie námskeið, gera nokkra skipulagslista og pakka í tvær ferðatöskur. Nú situr hún ein og afslöppuð á laugardagskvöldi, búin að horfa á rómantíska gamanmynd og er að spjalla við hana Maju sína í Nýja Sjálandi. Eftir miðnætti rann svo upp afmælisdagurinn með tilheyrandi aldurstengdu kvíðakasti og dramatík. Á hverju ári í kringum þennan ágæta dag fer hjúkkan í þessa krísu. Hún fer að hugsa um síðasta árið, komandi ár og hvernig hún ætlar að breyta öllu og gera allt betra. Síðustu tvö afmæli hafa einkennst af mikilli eigin dramatík sem auðvitað ná að magnast í huganum þegar maður er einn að rífast við sjálfan sig.
Næstu dagar og vikur fara í ferðalög um allan heiminn fyrst til Zurich og svo til Chicago. Hjúkkan nær einum smá blundi heima rétt yfir nóttina næsta laugardag og svo er hún þotin í burtu. Það er eins gott að eiga ekki einu sinni plöntu til að vökva þegar maður er á svona flakki enda myndi sú jurt ekki hanga lengi á lífi.
Fjölskyldan kemur í afmæliskaffi á morgun og svo er stefnan tekin á rólegheit annað kvöld með tilheyrandi afslöppun og ánægju.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)