16/09/2007

Botnbaráttan!
Það er eiginlega frekar einkennilegt að vera KR-ingur og þurfa að tjá sig um botnbaráttuslaginn sem er í Landsbankadeildinni í dag milli KR og HK. Um mitt sumar héyrði hjúkkan lýsingu á leik KR og ÍA og þar var talað um "fallið stórveldi" í knattspyrnu. Ok okkur gengur kannski ekkert sérlega vel í augnarblikinu en við erum nú ekki fallin en sem komið er.
Það eru heldur ekki margir KR-ingar sem þora segjast þá bara hlakka til að mæta á leik KR og Leiknis á GehttoGround næsta sumar. Það eru svo margir jákvæðir punktar í kringum þetta m.a. er ódýrara á leiki í 1. deild en Landsbankadeildinni - maður er alltaf að spara :)
En sannur stuðningsmaður fylgir sínum í gegnum súrt og sætt sama hvað þessi hverfisklúbbur hjúkkunar gerir og getur :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gott að koma í Breiðholtið.