01/09/2007

Sorgleg eða sæt?
Hjúkkan hafði nú önnur plön um helgina en þau sem urðu raun. Hún ætlaði að hafa kokteilaklúbbinn fyrir hjúkkurnar og tjútta hressilega með skvísunum en örlögin gripu inn í og í staðinn lagðist stelpan í hundleiðinleg veikindi. Hún liggur fyrir með höfuðverk og hóstar eins og mæðuveik rolla ( sérlega kynþokkafullt). Í staðinn fyrir að vera á lífinu með skvísunum er stelpan sem sagt heima á laugardagskvöldi, horfandi á Love Story með hvítvínsglas og Sudoku. Já manni verður stundum spurn - er þetta sorglegt eða bara sætt :)
Hjúkkan fékk smá aldurskrísu í kjölfar þess að uppgötva að þetta var nú bara mjög fín blanda á laugardagskvöldi en samkvæmt öllum normum ætti 29 ára gömul stúlkukind að vera á tjúttinu. Það kemur bara seinna og mál að ná sér hressum af þessari pest. Reyndar voru ráðin frá hinum hjúkkunum alveg yndisleg ,, taktu bara verkjalyf og skelltu þér á djammið - þú dílar bara við veikindin á morgun" já þetta er sanni gamli góði slysóhjúkku andinn og ég er stolt af stelpunum.
Á döfinni er að ganga í hlaupahóp í Hafnarfirði til að halda hlaupunum áfram og verða massa flottastur á brautinni á næsta ári. Annars er maður bara heima meiri hlutann af mánuðinum og nú er mál að hlutir fari að gerast :)

Engin ummæli: