24/09/2007

Hann er kominn aftur í líf hjúkkunnar!
Loksins kom að þessum degi í lífi hjúkkunnar. Eftir allt of margar vikur og einmannalegar kvöldstundir lyftist brúnin á stelpunni í dag. Hann birtist með dökka, hrokkna hárið og glettingslegt augnarráðið sitt og stelpan andvarpaði. McDreamy hefur ekkert breyst nema bara til hins betra þessar síðustu vikur og nú tekur við maraþon sófi hjá stelpunni og ákaflega mörg símtöl í ráðgjafann í Ásgarðinum :) Haustið verður betra en á horfðist og nú er það bara að njóta.
Tjúttið var tekið með trompi um helgina á haustfagnaði fyrirtæksins eins og von er. Pílukastkeppnin var á sínum stað og hjúkkan stóð sig eins og hún átti von á. Það fóru alla vega 3 af 6 pílum á spjaldið og það er bara flott að eigin mati stelpunnar. Laugardagurinn fór í hjartsláttatruflanir og almenna leti enda var tekið á því á sunnudag í staðinn. Íbúðin þrifin hátt og lágt og ekki eftir neinu að bíða með áhorf á 3. seríuna á Grey´s :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hver annar en ofurhjúkkan þrífur íbúðina hágt og lágt í þynnku??
kv. TangoQueen