12/09/2007

Breyttir tímar!!!
Hjúkkan situr kát heima á sófa eftir að hafa horft á íslenska landsliðið loksins vinna sinn fyrsta leik í rúmt ár. Hún hafði nú ýmislegt að segja um þennan leik og notaði símann óspart þar sem fótboltapartnerinn var heima hjá sér í Reykjavíkinni. Það er einhvern veginn ekki hægt að rífast yfir leiknum einn við sjálfan sig! Sem sagt bara ánægð með liðið og gaman að sjá alla þessa nýju og ungu leikmenn í hópnum - nú er bara að fara að læra ný nöfn!
Eitt sem hjúkkan tók sérstaklega eftir í fréttunum á RÚV í kvöld var frétt þess efnis að mörg börn hafi labbað eða hjólað í skólann í dag. Hvað er fréttnæmt við það - þegar hjúkkan var lítil hnáta þá labbaði hún alltaf í skólann og úr skólanum og þótti það bara mjög eðilegt. Erum við að gera börn enn meiri ósjálfbjarga þar sem krakkar mega varla þurfa að fara í næsta hús án þess að þeim sé skutlað þangað?
Annars var hjúkkan massa dugleg í rigningunni í dag og dreif sig á útiæfingu í hádeginu. Hlaupið var eins og alltaf um Laugardalinn og svo tekin sprettæfing á hlaupabrautinni á Laugardalsvellinum. Það var ekki þurr þráður á hjúkkunni í lok æfingarinnar og sturtan alveg einstaklega góð! Kannski er maður svona skemmdur eftir allar strætóferðirnar að maður þorir að fara út að hlaupa í smá roki og rigningu?

Engin ummæli: