Varð fyrir freknum!!
Hjúkkan varð fyrir freknum í dag ásamt þó nokkrum sólargeislum þegar hún renndi sér á þokkafullan hátt niður hlíðar Bláfjalla í sól og smá roki. Þrátt fyrir að hafa borið á sig krem fyrir ferðina þá uppskar hjúkkan svona um það bil 2000 freknur og þó nokkurn roða í kinnum og á höku. Þar sem hjúkkan hefur ráð undir rifi hverju þá fann hún eitthvað after-sun krem/sprey í baðskápnum í Dofranum. Nú situr því hjúkkan glansandi rjóð í kinnum, þar sem í kreminu er eitthvað simmer dótarí :) Maður ætti nú bara að skella sér á djammið með þetta lúkk!
Föstudagurinn var ansi fjörugur á aðalfundi BHM. Jú það getur verið gaman á slikum fundum. Að fundinum loknum var boðið til kvöldverðar í Rúgbrauðsgerðinni. Þar hélt fjörið áfram með ýmsum óvæntum og mis viðeigandi samræðum. Að lokum skellti hjúkkan sér á ball með Sálinni á Sögu og þar var tekið á því með dansi og söng. Að gefnu tilefni fór laugardagurinn í ryðgun :)
Nú er málið að massa fjölskyldustemninguna eða undirbúa sig andlega fyrir vinnuvikuna sem framundan er :)
06/04/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
skíði á eftir ??
Skrifa ummæli