Kominn tími til :)
Já sannarlega kominn tími til að skella inn nokkrum línum á þessa vesælu síðu. Þetta haust er búið að vera rugl upptekið og hjúkkan var yfirleitt með annan fótinn erlendis og hinn í Leifsstöð. En törnin tók enda og þá tók við endalaus gerð áætlana og skemmtilegheit.
Nú er aðventan hafin með árlegri bökunar maníu hjúkkunnar. Ekki nóg með að hún baki vandræða fyrir sjálfa sig þá hendir hún í sortir fyrir nánustu aðstandendur líka.
Nú er planið að koma þessari síðu aftur af stað :)
12/12/2009
03/10/2009
Enn á ferð og flugi!
Hjúkkan er enn sem fyrr á ferð og flugi um allan heiminn vegna vinnu sinnar. Síðast lá leiðin til Vínar með viðkomu á evrópuþingi sykursýkis. Á þessum ferðum sínum fær hjúkkan yfirleitt eitthvað gott að borða og sú var reyndin í þessari ferð sem öðrum ferðum. Leiðin lá á Harry´s time í Vín sem er frábær veitingastaður og Harrý sjálfur á staðnum og leit út eins og yngri bróðri Humprey Bogart :) Nú er dekurtími enda heilar 2 vikur þar sem stúlka er heima á Íslandi. Það sem var svo áberandi í þessari ferð er hvað það þarf lítið til þess að vekja gleði hjúkkunnar. Þegar komið var í vél Icelandair á Kastrup í gærkvöldi vakti það einlægna hamingju og gleði hjá hjúkkunni að sjá að það voru komnar nýjar myndir í entertainment systemið í vélinni. Hjúkkan sá sér gott til glóðarinn að þurfa ekki að horfa á 27 dresses eða Devil wears Prada í 15 skipti!!! Og til að bæta enn meiri gleði og hamingju í líf hjúkkunnar frétti hún að það er von á nýjum vörulista í Saga Boutique. Já þetta kann að hljómar ferkar einkennilega að svona hlutir geti kætt mann svo innilega en því miður er það staðan :) En góðu fréttirnar eru þær að þegar næsta ferð verður farin eftir 2 vikur þá verður ný mynd og nýr bæklingur í vélinni..... það liggur við að mann hlakki til að fara :)
Hjúkkan er enn sem fyrr á ferð og flugi um allan heiminn vegna vinnu sinnar. Síðast lá leiðin til Vínar með viðkomu á evrópuþingi sykursýkis. Á þessum ferðum sínum fær hjúkkan yfirleitt eitthvað gott að borða og sú var reyndin í þessari ferð sem öðrum ferðum. Leiðin lá á Harry´s time í Vín sem er frábær veitingastaður og Harrý sjálfur á staðnum og leit út eins og yngri bróðri Humprey Bogart :) Nú er dekurtími enda heilar 2 vikur þar sem stúlka er heima á Íslandi. Það sem var svo áberandi í þessari ferð er hvað það þarf lítið til þess að vekja gleði hjúkkunnar. Þegar komið var í vél Icelandair á Kastrup í gærkvöldi vakti það einlægna hamingju og gleði hjá hjúkkunni að sjá að það voru komnar nýjar myndir í entertainment systemið í vélinni. Hjúkkan sá sér gott til glóðarinn að þurfa ekki að horfa á 27 dresses eða Devil wears Prada í 15 skipti!!! Og til að bæta enn meiri gleði og hamingju í líf hjúkkunnar frétti hún að það er von á nýjum vörulista í Saga Boutique. Já þetta kann að hljómar ferkar einkennilega að svona hlutir geti kætt mann svo innilega en því miður er það staðan :) En góðu fréttirnar eru þær að þegar næsta ferð verður farin eftir 2 vikur þá verður ný mynd og nýr bæklingur í vélinni..... það liggur við að mann hlakki til að fara :)
23/08/2009
Menninganóttuð!
Hjúkkan brá undir sig betri fætinum í tilefni menningarnætur í gær. Leiðin lá til höfuðborgarinnar á útitónleika í boði Rásar 2 í Hljómaskálagarðinum. Þetta reyndist hin mesta skemmtun - enda nokkur ár síðan hjúkkan lagði leið sína í miðbæinn á þessu kvöldi. Tónleikarnir voru fínir og nett stemning í fólki á staðnum. Það var reyndar einn hópur fólks rétt við hjúkkuna sem var greinilega hópurinn sem hélt að hann væri enn í Húnaveri með tilheyrandi fyrirferð. Ekki bara mamman og pabbinn og vinirnir heldur líka afinn og amman - allir í dúndrandi landafjöri og heimaprjónuðum lopaleysum.
Það kom hjúkkunni eiginlega einna mest á óvart hversu fáa hún þekkti á svæðinu. Sú var tíðin að það var frekar tímafrekt að ganga í gegnum miðbæinn á þessu kvöldi en nú voru einungis nokkrar hræður sem hjúkkan þekkti. Kannski spurning um að aldurinn sé að færast yfir.....
Eftir flugeldasýninunga og samræmd "úh og ahhh" hjá öllum þeim sem voru að horfa og dást að þessum fallegu sprengjum var tekinn einn rölt hringur til viðbótar. Á þeirri stundu var það ljóst að það væri tvennt í stöðunni.... hrinja í það og vera eins og hinir unglingarnir og reyndar eldra fólk líka eða bara koma sér heim - sem varð fyrir valinu. En ljómandi fínt að hafa prófað þetta :)
Hjúkkan brá undir sig betri fætinum í tilefni menningarnætur í gær. Leiðin lá til höfuðborgarinnar á útitónleika í boði Rásar 2 í Hljómaskálagarðinum. Þetta reyndist hin mesta skemmtun - enda nokkur ár síðan hjúkkan lagði leið sína í miðbæinn á þessu kvöldi. Tónleikarnir voru fínir og nett stemning í fólki á staðnum. Það var reyndar einn hópur fólks rétt við hjúkkuna sem var greinilega hópurinn sem hélt að hann væri enn í Húnaveri með tilheyrandi fyrirferð. Ekki bara mamman og pabbinn og vinirnir heldur líka afinn og amman - allir í dúndrandi landafjöri og heimaprjónuðum lopaleysum.
Það kom hjúkkunni eiginlega einna mest á óvart hversu fáa hún þekkti á svæðinu. Sú var tíðin að það var frekar tímafrekt að ganga í gegnum miðbæinn á þessu kvöldi en nú voru einungis nokkrar hræður sem hjúkkan þekkti. Kannski spurning um að aldurinn sé að færast yfir.....
Eftir flugeldasýninunga og samræmd "úh og ahhh" hjá öllum þeim sem voru að horfa og dást að þessum fallegu sprengjum var tekinn einn rölt hringur til viðbótar. Á þeirri stundu var það ljóst að það væri tvennt í stöðunni.... hrinja í það og vera eins og hinir unglingarnir og reyndar eldra fólk líka eða bara koma sér heim - sem varð fyrir valinu. En ljómandi fínt að hafa prófað þetta :)
02/06/2009
Dónalegt fólk alls staðar!
Sumarið virðist vera að fara misvel í Íslendinga sem hafa orðið á vegi hjúkkunnar undanfarna daga. Leiðin lá upp Esjuna s.l. laugardag og þar mætti hún fólki á niðurleið með lausan hund. Hundskvikindið var að dröslast út um allt og að abbast upp á alla sem á leið hans voru. Fólk sem mætti þeim skömmu áður en hjúkkuna bar að benti þeim á að hundurinn ætti að vera í ól þar sem hann væri að abbast upp á allt og alla. Það fauk þetta svakalega í manninn sem hreitti því tilbaka að viðkomandi ætti bara ekkert að skipta sér af því sem honum kæmi ekki við. Kjellingarbeyglan hans var ekkert betri og sagði að aðrir hundar ættu að vera í ól - ekki þeirra!!! Alveg merkilegt hvað fólk getur álitið sjálft sig merkilegt!
Í dag var svo hjúkkan í bíl sínum á leið heim úr vinnu. Það var einhver stelpukjáni á vespu á vinstri akrein á Reykjavíkurvegi, sem jú tafði töluvert umferð og var í raun og veru sjálf í mikilli hættu. Nema hvað á undan hjúkkunni var leigubíll sem skipti um akrein - hægði á sér þegar hann var við hlið stelpunnar, dró niður rúðuna og skellti hendinni út með fingurinn á lofti! Það besta var að þetta gerði gaurinn beint fyrir framan nefið á löggunni sem var við hraðamælingar! Já sumir kunna sig almennt ekki. Það versta var að hjúkkan sá ekki frá hvaða leigubílastöð þessi bíll var til að tilkynna þessa hegðun.
Já það er vonandi að fólk spili ekki almennt út í sumar - koma svo slaka aðeins á og njóta lífsins!!
Sumarið virðist vera að fara misvel í Íslendinga sem hafa orðið á vegi hjúkkunnar undanfarna daga. Leiðin lá upp Esjuna s.l. laugardag og þar mætti hún fólki á niðurleið með lausan hund. Hundskvikindið var að dröslast út um allt og að abbast upp á alla sem á leið hans voru. Fólk sem mætti þeim skömmu áður en hjúkkuna bar að benti þeim á að hundurinn ætti að vera í ól þar sem hann væri að abbast upp á allt og alla. Það fauk þetta svakalega í manninn sem hreitti því tilbaka að viðkomandi ætti bara ekkert að skipta sér af því sem honum kæmi ekki við. Kjellingarbeyglan hans var ekkert betri og sagði að aðrir hundar ættu að vera í ól - ekki þeirra!!! Alveg merkilegt hvað fólk getur álitið sjálft sig merkilegt!
Í dag var svo hjúkkan í bíl sínum á leið heim úr vinnu. Það var einhver stelpukjáni á vespu á vinstri akrein á Reykjavíkurvegi, sem jú tafði töluvert umferð og var í raun og veru sjálf í mikilli hættu. Nema hvað á undan hjúkkunni var leigubíll sem skipti um akrein - hægði á sér þegar hann var við hlið stelpunnar, dró niður rúðuna og skellti hendinni út með fingurinn á lofti! Það besta var að þetta gerði gaurinn beint fyrir framan nefið á löggunni sem var við hraðamælingar! Já sumir kunna sig almennt ekki. Það versta var að hjúkkan sá ekki frá hvaða leigubílastöð þessi bíll var til að tilkynna þessa hegðun.
Já það er vonandi að fólk spili ekki almennt út í sumar - koma svo slaka aðeins á og njóta lífsins!!
06/05/2009
Maður er alltaf pæja!
Hjúkkan er nú í frekar góðri æfingu þessa dagana enda hefur undirbúningur fyrir góða fjallgöngu staðið lengi yfir. Að skella sér á æfingu í World Class er því orðið ansi algengur atburður í lífi hjúkkunnar. Um daginn lá leiðin sem fyrr í WC Hafnarfirði eftir vinnu. Gallinn var kominn upp og eina sem eftir var, var að skella sér í skóna og drífa sig á brettið. Viti menn - engir æfingaskór voru í töskunni og stelpan hafði skrölt um á háum hælum allan daginn. Hjúkkan blótaði og klóraði sér í hausnum og ákvað svo á láta slag standa og æfa á sokkaleistunum! Þetta gekk ferkar vel - hjólað í upphitun og sprettæfingar teknar á tröppunni. En þetta uppátæki að æfa án skóa vakti frekar mikla athygli í salnum og mætti halda að það væri einhver skilda að æfa í skóm!!! :) Æfingunni lauk og mælir hjúkkan ekkert sérstaklega með því að sleppa skónum nema þú viljir láta góna á þig á æfingu.
Önnur leið til að láta góna á sig er að hjóla í vinnuna á háum hælum. Það var gert í morgun en er bara svo gaman að það skiptir engu máli. Allt sem dregur athyglina frá ljótasta reiðhjólahjálmi íslandssögunnar er gott mál. Takið út hjólin og njótið þess að hreyfa ykkur - maður hættir aldrei að vera pæja, hvort sem er á bíl eða hjóli :)
Hjúkkan er nú í frekar góðri æfingu þessa dagana enda hefur undirbúningur fyrir góða fjallgöngu staðið lengi yfir. Að skella sér á æfingu í World Class er því orðið ansi algengur atburður í lífi hjúkkunnar. Um daginn lá leiðin sem fyrr í WC Hafnarfirði eftir vinnu. Gallinn var kominn upp og eina sem eftir var, var að skella sér í skóna og drífa sig á brettið. Viti menn - engir æfingaskór voru í töskunni og stelpan hafði skrölt um á háum hælum allan daginn. Hjúkkan blótaði og klóraði sér í hausnum og ákvað svo á láta slag standa og æfa á sokkaleistunum! Þetta gekk ferkar vel - hjólað í upphitun og sprettæfingar teknar á tröppunni. En þetta uppátæki að æfa án skóa vakti frekar mikla athygli í salnum og mætti halda að það væri einhver skilda að æfa í skóm!!! :) Æfingunni lauk og mælir hjúkkan ekkert sérstaklega með því að sleppa skónum nema þú viljir láta góna á þig á æfingu.
Önnur leið til að láta góna á sig er að hjóla í vinnuna á háum hælum. Það var gert í morgun en er bara svo gaman að það skiptir engu máli. Allt sem dregur athyglina frá ljótasta reiðhjólahjálmi íslandssögunnar er gott mál. Takið út hjólin og njótið þess að hreyfa ykkur - maður hættir aldrei að vera pæja, hvort sem er á bíl eða hjóli :)
12/04/2009
Nýr tannbursti!
Það er nú varla frásögum færandi þegar maður þarf að kaupa sér nýjan tannbursta. Yfirleitt rennir hjúkkan framhjá rekkanum í búðinni og kaupir sömu tegund og síðast, og ef hún ætlar að vera djörf þá velur hún annan lit! Þetta lýsir þeirri "spennu" sem fylgir því að kaupa sér nýjan tannbursta - sem sagt eins og að horfa á málningu þorna! Í þetta skiptið lá leiðin í Fjarðarkaup og nýjum bursta í sama lit og síðast hent í körfuna. Þegar heim var komið og kominn tími til að vígja kvikindið þá fannst hjúkkunni samt eitthvað breytt, en gat ekki alveg sett fingurinn á það. Það var svo ekki fyrr en hjúkkan var að bakstra mikið við að ná innstu jöxlunum að allt í einu fer kvikindið að titra og nötra í kjafti stúlkunnar. Hjúkkunni brá nú töluvert við þetta og ákvað að hætta við jaxlinn og skoða nýja burstann aðeins betur. Já haldið þið að þetta sé ekki ný týpa af rafmagns tannbursta - sem gengur fyrir batterýi!!! Kvikindið virkar mjög vel en það er alltaf smá pæling sem á sér stað við hverja tannburstun... er hægt að fá straum úr AAA batterýs drifnum tannbursta????
Það er nú varla frásögum færandi þegar maður þarf að kaupa sér nýjan tannbursta. Yfirleitt rennir hjúkkan framhjá rekkanum í búðinni og kaupir sömu tegund og síðast, og ef hún ætlar að vera djörf þá velur hún annan lit! Þetta lýsir þeirri "spennu" sem fylgir því að kaupa sér nýjan tannbursta - sem sagt eins og að horfa á málningu þorna! Í þetta skiptið lá leiðin í Fjarðarkaup og nýjum bursta í sama lit og síðast hent í körfuna. Þegar heim var komið og kominn tími til að vígja kvikindið þá fannst hjúkkunni samt eitthvað breytt, en gat ekki alveg sett fingurinn á það. Það var svo ekki fyrr en hjúkkan var að bakstra mikið við að ná innstu jöxlunum að allt í einu fer kvikindið að titra og nötra í kjafti stúlkunnar. Hjúkkunni brá nú töluvert við þetta og ákvað að hætta við jaxlinn og skoða nýja burstann aðeins betur. Já haldið þið að þetta sé ekki ný týpa af rafmagns tannbursta - sem gengur fyrir batterýi!!! Kvikindið virkar mjög vel en það er alltaf smá pæling sem á sér stað við hverja tannburstun... er hægt að fá straum úr AAA batterýs drifnum tannbursta????
20/03/2009
Stóra lakkrísreima málið!
Hjúkkan var með langan óskalista af íslensku nammi sem beðið var eftir með óþreygju í Svíþjóð. Hún skundaði því í búðina daginn fyrir brottför, keypti CoCo Puffs, appollo lakkrís og lakkrísreimar svo eitthvað sé nefnt. Ein af hinni íslensku snilld eru fylltar lakkrísreimar sem eru bara engu líkar. Hjúkkan ákvað að vera góð við gestgjafana og kaupa hvoru tveggja fylltar og ófylltar. En eitthvað vafðist þetta fyrir henni þegar hún var í búðinni og ekki fyrir sitt litla líf gat hún séð hvor pakkningin væri með þeim fylltu. Eftir nákvæma rýni inn í pokana og lestur á litlu verðmerkingarnar á hillunni fann hjúkkan það sem hún var að leitað að og fór glöð í bragði til Svíþjóðar. Þóttist meira að segja hafa fundið upp svakalega lausn á þessu greiningamáli þ.e. hvor er fyllt og hvor ekki án þess að þukkla of mikið á pakkningunni. Sú fyllta er með svona gylltu mynstri en hin bara hvítu og svörtu. Jább þangað til að við afhengdingu á lakkrísreimunum þegar stúlkan bauð fram þennan mikla fróðleik og rak á augun í stærðarinnar letur á pakkningunni : FYLLTAR LAKKRÍSREIMAR..... þetta fór sko ekki framhjá neinum nema hjúkkunni :)
Hjúkkan var með langan óskalista af íslensku nammi sem beðið var eftir með óþreygju í Svíþjóð. Hún skundaði því í búðina daginn fyrir brottför, keypti CoCo Puffs, appollo lakkrís og lakkrísreimar svo eitthvað sé nefnt. Ein af hinni íslensku snilld eru fylltar lakkrísreimar sem eru bara engu líkar. Hjúkkan ákvað að vera góð við gestgjafana og kaupa hvoru tveggja fylltar og ófylltar. En eitthvað vafðist þetta fyrir henni þegar hún var í búðinni og ekki fyrir sitt litla líf gat hún séð hvor pakkningin væri með þeim fylltu. Eftir nákvæma rýni inn í pokana og lestur á litlu verðmerkingarnar á hillunni fann hjúkkan það sem hún var að leitað að og fór glöð í bragði til Svíþjóðar. Þóttist meira að segja hafa fundið upp svakalega lausn á þessu greiningamáli þ.e. hvor er fyllt og hvor ekki án þess að þukkla of mikið á pakkningunni. Sú fyllta er með svona gylltu mynstri en hin bara hvítu og svörtu. Jább þangað til að við afhengdingu á lakkrísreimunum þegar stúlkan bauð fram þennan mikla fróðleik og rak á augun í stærðarinnar letur á pakkningunni : FYLLTAR LAKKRÍSREIMAR..... þetta fór sko ekki framhjá neinum nema hjúkkunni :)
25/02/2009
Slæmar ákvarðanir!
Hjúkkan er á smá ferðalagi um norðanvert landið þessa dagana og hefur því gist á hinum ýmsustu gistihúsum og hótelum undanfarnar nætur. Í upphafi ferðar ákvað stelpan að tanka í Borgarfirði og skrapp inn í Hyrnuna í leiðinni. Þar sá hún í hillu bókina Harðskafa eftir Arnald Indriða. Hjúkkan fékk tvær eldri bækur eftir hann í jólagjöf og fannst það hins skemmtilegasta lesning og ákvað því að skella sér á nýju bókina og njóta þessa að lesa hana í sveitinni. Fyrsta nóttin var tekin á Hótel Tindastóli á Króknum þar sem einungis einn annar hótelgestur var fyrir utan hjúkkunnar. Hótelið er pínu dimmt og með svona gamaldags stemningu þar sem brakar í gólfum og mikið heyrist milli herbergja - þar hófst lesturinn. Ok smá hræðsla því það er svolítið mikið um drauga í nýju bókinni. En allt bjargaðist og stúlkan svaf vært. Næstu nótt var eytt í sumarhúsi við bakka Blöndu á Blönduósi. Nú var veður orðið nokkuð vont - rok og snjókoma úti og lítið skyggni milli húsa. Hjúkkan greip í bókina og hugsaði sér gott til glóðarinnar..... nema hvað þegar á leið lesturinn var nú hjúkkan orðin svolítið hrædd og mjög vör við það að hún var ein í sumarbústað, í vondu veðri, bústaðurinn nötraði í verstu vindkviðunum og langt frá heimabyggð!!!! Þetta var kannski ekki besta ákvörðunin í ferðinni að lesa þetta kvöld þar sem það tók nokkra stund að sofna eftir allan draugaganginn í bókinni. Nú er svo spurning hvernig þetta fer í nótt en það er lítið að hafa áhyggjur af hér á Akureyri enda fer ansi vel um hjúkkuna á KEA. Þetta er búinn að vera ansi góður bíltúr og það verður yndislegt að komast aftur í ró og næði í kotinu heima :)
Hjúkkan er á smá ferðalagi um norðanvert landið þessa dagana og hefur því gist á hinum ýmsustu gistihúsum og hótelum undanfarnar nætur. Í upphafi ferðar ákvað stelpan að tanka í Borgarfirði og skrapp inn í Hyrnuna í leiðinni. Þar sá hún í hillu bókina Harðskafa eftir Arnald Indriða. Hjúkkan fékk tvær eldri bækur eftir hann í jólagjöf og fannst það hins skemmtilegasta lesning og ákvað því að skella sér á nýju bókina og njóta þessa að lesa hana í sveitinni. Fyrsta nóttin var tekin á Hótel Tindastóli á Króknum þar sem einungis einn annar hótelgestur var fyrir utan hjúkkunnar. Hótelið er pínu dimmt og með svona gamaldags stemningu þar sem brakar í gólfum og mikið heyrist milli herbergja - þar hófst lesturinn. Ok smá hræðsla því það er svolítið mikið um drauga í nýju bókinni. En allt bjargaðist og stúlkan svaf vært. Næstu nótt var eytt í sumarhúsi við bakka Blöndu á Blönduósi. Nú var veður orðið nokkuð vont - rok og snjókoma úti og lítið skyggni milli húsa. Hjúkkan greip í bókina og hugsaði sér gott til glóðarinnar..... nema hvað þegar á leið lesturinn var nú hjúkkan orðin svolítið hrædd og mjög vör við það að hún var ein í sumarbústað, í vondu veðri, bústaðurinn nötraði í verstu vindkviðunum og langt frá heimabyggð!!!! Þetta var kannski ekki besta ákvörðunin í ferðinni að lesa þetta kvöld þar sem það tók nokkra stund að sofna eftir allan draugaganginn í bókinni. Nú er svo spurning hvernig þetta fer í nótt en það er lítið að hafa áhyggjur af hér á Akureyri enda fer ansi vel um hjúkkuna á KEA. Þetta er búinn að vera ansi góður bíltúr og það verður yndislegt að komast aftur í ró og næði í kotinu heima :)
17/02/2009
Glæsileg að vanda!
Já það er aldeilis kominn tími til að hjúkkan láti aðeins frá sér heyra. Svona er það samt um leið og Bláfjöllin opna - þá flytur hjúkkan lögheimili sitt þangað tímabundið :) Hjúkkan vinnur eins og vindurinn þess á milli sem hún hleypur eða skíðar að ógleymdum stuðningi hjúkkunnar við efnahagskreppuna með smá verslun.
Svona til að byrja aftur og koma brosi á varir lesenda verður hér sett fram smá frásögn af fundi sem hjúkkan sat. Hún var þar ásamt sínum yfirmanni og 5 sérfræðingum vegna verkefnis sem er í startblokkunum. Að fundinum loknum stendur hjúkkan upp og fær ósköp fallega athugasemd frá einum fundarmannanna. Nema hvað að þessu átti hjúkkan ekki von og fór eiginlega í smá panik aldrei þessu vant. Hún fór í smá kleinu og gat eiginlega ekki svarað og endaði á því að stama eitthvað upp úr sér og ætlaði bara að setjast glæsilega aftur á stólinn. Ekki tókst betur en svo að í panikkinu áttaði hjúkkan sig ekki á því hversu nálægt yfirmanni sínum hún stóð og við það að setjast niður skallaði hún yfirmanninn!!! Ó já sem betur fer þekkjast allir vel sem voru á fundinum og hjúkkan gat helgið að þessu öllu og aðrir fundarmenn einnig. Þannig að vittu til kæri lesandi - þó einhver hæli manni fyrir glæsileika er ekki málið að panikka og skalla yfirmanninn sinn :)
Já það er aldeilis kominn tími til að hjúkkan láti aðeins frá sér heyra. Svona er það samt um leið og Bláfjöllin opna - þá flytur hjúkkan lögheimili sitt þangað tímabundið :) Hjúkkan vinnur eins og vindurinn þess á milli sem hún hleypur eða skíðar að ógleymdum stuðningi hjúkkunnar við efnahagskreppuna með smá verslun.
Svona til að byrja aftur og koma brosi á varir lesenda verður hér sett fram smá frásögn af fundi sem hjúkkan sat. Hún var þar ásamt sínum yfirmanni og 5 sérfræðingum vegna verkefnis sem er í startblokkunum. Að fundinum loknum stendur hjúkkan upp og fær ósköp fallega athugasemd frá einum fundarmannanna. Nema hvað að þessu átti hjúkkan ekki von og fór eiginlega í smá panik aldrei þessu vant. Hún fór í smá kleinu og gat eiginlega ekki svarað og endaði á því að stama eitthvað upp úr sér og ætlaði bara að setjast glæsilega aftur á stólinn. Ekki tókst betur en svo að í panikkinu áttaði hjúkkan sig ekki á því hversu nálægt yfirmanni sínum hún stóð og við það að setjast niður skallaði hún yfirmanninn!!! Ó já sem betur fer þekkjast allir vel sem voru á fundinum og hjúkkan gat helgið að þessu öllu og aðrir fundarmenn einnig. Þannig að vittu til kæri lesandi - þó einhver hæli manni fyrir glæsileika er ekki málið að panikka og skalla yfirmanninn sinn :)
16/01/2009
Viðburðarík vika í Noregi!
Hjúkkan er ný skriðin heim af vikulöngum vinnufundi í Noregi. Að þessu sinni var fundarstaðurinn í Storefjell sem er eins og nafnið gefur til kynna - uppi í fjalli í Noregi :) Það kom reyndar fljótlega í ljós að Storefjell er ekkert svakalega stórt og hefði betur átt að heita Lillefjell en hitt nafnið selur örugglega betur.
Fyrir utan vinnufundi gerðist margt merkilegt þessa viku. Hjúkkan varð fyrir nuddpottaslysi á leið sinni úr pottinum.... Jább það var skorað á hana sem Íslendinginn á svæðinu að skella sér í snjóinn og svo aftur í pottinn! Til að halda uppi heiðri landsmanna tók hjúkkan áskoruninni en sökum hálku í tröppunni að pottinum rann hún svolítið til og slasaði á sér fótinn. En gafst ekki upp - blótaði og henti sér í snjóinn og svo aftur í pottinn...... þá kom verkurinn og önnur ilin á stúlkunni er fallega blá og marin.
Á svona ferðum er maður nú yfirleitt ansi þreyttur í lok dags og það sama var uppi á teningnum í þessari ferð. Það var því frekar ónotarleg upplifun að vakna um miðja nótt við hátalarakerfi í herberginu gjallandi - Det är en brand alarm.... hjúkkan beið í smá stund og reyndi að átta sig á því hvað væri í gangi. Þá kom röddin aftur og það þessu sinni á nokkrum tungumálum komu skýr skilaboð - You must evacute NOW!! Þá henti stelpan sér í skó, greip gemsann og þreifaði á hurðinni ( maður á sko að athuga hurðina...). Hjúkkan fór fram á gang og áttaði sig þá á því að hún var ekki búin að kynna sér neinar forðaleiðir eða útönguáætlanir.... Nokkrir samstarfsmenn skriðu fram og allir komu sér niður. Sem passaði - þá var búið að afturkalla dæmið og allir máttu fara aftur að sofa!!!!!!!! Tæki hafði brunnið yfir og allt var í lagi... en reynið að sofna eftir svona upplifun!
Að öðru leyti voru bara smávægilegar uppákomur en að lokum komst hjúkkan heim í kot :)
Hjúkkan er ný skriðin heim af vikulöngum vinnufundi í Noregi. Að þessu sinni var fundarstaðurinn í Storefjell sem er eins og nafnið gefur til kynna - uppi í fjalli í Noregi :) Það kom reyndar fljótlega í ljós að Storefjell er ekkert svakalega stórt og hefði betur átt að heita Lillefjell en hitt nafnið selur örugglega betur.
Fyrir utan vinnufundi gerðist margt merkilegt þessa viku. Hjúkkan varð fyrir nuddpottaslysi á leið sinni úr pottinum.... Jább það var skorað á hana sem Íslendinginn á svæðinu að skella sér í snjóinn og svo aftur í pottinn! Til að halda uppi heiðri landsmanna tók hjúkkan áskoruninni en sökum hálku í tröppunni að pottinum rann hún svolítið til og slasaði á sér fótinn. En gafst ekki upp - blótaði og henti sér í snjóinn og svo aftur í pottinn...... þá kom verkurinn og önnur ilin á stúlkunni er fallega blá og marin.
Á svona ferðum er maður nú yfirleitt ansi þreyttur í lok dags og það sama var uppi á teningnum í þessari ferð. Það var því frekar ónotarleg upplifun að vakna um miðja nótt við hátalarakerfi í herberginu gjallandi - Det är en brand alarm.... hjúkkan beið í smá stund og reyndi að átta sig á því hvað væri í gangi. Þá kom röddin aftur og það þessu sinni á nokkrum tungumálum komu skýr skilaboð - You must evacute NOW!! Þá henti stelpan sér í skó, greip gemsann og þreifaði á hurðinni ( maður á sko að athuga hurðina...). Hjúkkan fór fram á gang og áttaði sig þá á því að hún var ekki búin að kynna sér neinar forðaleiðir eða útönguáætlanir.... Nokkrir samstarfsmenn skriðu fram og allir komu sér niður. Sem passaði - þá var búið að afturkalla dæmið og allir máttu fara aftur að sofa!!!!!!!! Tæki hafði brunnið yfir og allt var í lagi... en reynið að sofna eftir svona upplifun!
Að öðru leyti voru bara smávægilegar uppákomur en að lokum komst hjúkkan heim í kot :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)