Ekki eru allar hugmyndir góðar!
Hjúkkan er búin að vera í "skilyrðinga" krísu um sjálfa sig í kjölfar dómsins frá bæklaranum um að leggja hlaupaskóna á hilluna. Já það verður víst að hafa það eins fúlt og það er, en þá verður hjúkkan bara að finna nýja skilgreiningu á sjálfri sér þar sem "hlaupari" er dottið út af borðinu. Þessi helgi fór í áætlanagerðir og nokkra vinnu heimafyrir í því skini. Í morgun sat hún og skoðaði fasteignaauglýsingar án þess þó að vita af hverju hún væri að leita. Loks eftir dágóða stund í áætlanagerðinni lá leiðin í sófann í einn þátt af Grey´s. Þá fékk hún þessa líka góðu hugmynd sem að mati hjúkkunnar leysti öll vandamálin! Jú nú var mál að breyta allri uppsetningu á íbúðinni. Það hafa staðið yfir nokkrar pælingar um málið og loks ákvað hjúkkan að redda þessu. Í upphafi hafði nú nokkrar áhyggjur af þungum húsgögnum sem hún ætti erfitt með að færa ein - en smiðurinn átti svarið, setja bara filt tappa undir dæmið og renna því mjúklega eftir gólfinu. Við skulum hafa það alveg á hreinu að þetta voru ráð í gegnum símann og hetjan var ekki einu sinni á staðnum :) Hjúkkan dreif sig af stað og smellti töppum undir það sem þurfti og mjúklega dröslaði húsgögnunum um alla íbúð. Loksins komst endanleg staðsetning á dæmið og hjúkkan er bara ánægðust með árangurinn. Það var nú líka plús í ég-er-svo-sjálfstæð dæmið að gera þetta án aðstoðar. Svo auðvitað hringdi hún í hetjuna og lýsti yfir árangri sínum, hetjan hló pínu og benti hjúkkunni á að fara nú og hvíla bakið sitt góða.
Nema hvað - nú liggur hún í sófanum á nýja staðnum í íbúðinni og getur eiginlega varla hreyft sig sökum verkja í bakinu en hugurinn er stór. Hjúkkan ákvað reyndar annað líka eftir allar breytingarnar og verkina í bakinu, að ekki eru allar hugmyndir góðar hugmyndir og stundum er allt í lagi að fá aðstoð við hlutina :)
30/09/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
mæli með skíðavélinni í stað hlaupa svona fyrir okkur bæklaða fólkið....
kv. Inga
Skrifa ummæli