Páskafrí!
Lífið er ljúft í páskafríinu hjá stelpunni. Óvænt heimsókn að utan hefur breytt svolítið plönum helginarinnar sem áttu að snúast um að gera sem minnst. En þar sem stóra systir ákvað að skella sér heim er nú ekki annað hægt en að krúsa aðeins með sys. Í dag var tekinn yndislegur göngutúr í Heiðmörkinni og svo dinner þar sem allar þrjár voru samankomnar í fyrsta skipti í langan tíma. Bara huggulegt hjá systrunum sem sagt. Á morgun á að skella sér í fjallið og sennilega eitthvað í búðir ef ég þekki okkur rétt.
Á Páskadag verður hjúkkan svo með sitt nánasta í páskalambi og það var sett í marineringu í dag. Yndislegar ferskar kryddjurtir settir í matvinnsluvélina góðu og svo allt gumsið nuddað á lambið sem fær að liggja í dásemdinni í tvo daga - bara gott :) Það er eins gott að maður verði duglegur í gymminu eftir helgina enda búið að láta vel að sér þessa dagana...
21/03/2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Held ég hefði miklu frekar verið til í Íslenskt lamb hjá þér heldur en þetta Nýsjálenska sem ég gerði. Sama hvað ég baðaði það í rósmarín, hvítlauk og ég veit ekki hverju þá var það bara ekki eins gott og það íslenska.
Íslenskt, best í heimi! ;-)
Skrifa ummæli