18/03/2008

Vorið á næsta leyti!
Já hjúkkan er alveg á því að nú sé vorið að koma. Léttur ilmur af hæg rotnandi grasi sem legið hefur undir snjó í nokkra mánuði er farin að læðast um og það er orðið bjart þegar maður vaknar á morgnana. Eins virðist sem pumpugreyinu sé eitthvað illa við vorið því eins og í fyrra byrja stælarnir í henni á þessum tíma. Þessi uppsteit verður nú slegin niður með góðum lausnum og vandamálinu frestað :)
Hjúkkan átti hreint og beint frábæra helgi. Hún var í keilumeistaraliði Veritas Capital, fór á skíði í unaðslegu veðri, hitti frænkurnar og kúrði hjá uppáhalds litla frænda. Laugardagurinn var einhver sá besti í fjallinu í manna minnum og bættust ófáar freknur við andlit hjúkkunnar.
Nú er málið að halda páskamatinn í Dofraberginu, fara í skírn á Skírdag (auðvitað) og hafa það almennt ofboðslega gott í páskafríinu langþráða.

1 ummæli:

Ólafur G.S. sagði...

HVA!!!!! spilaðir þú ekki með HOMER... mér tókst að vera í flugi sem var seinkað um 7 klst.... svo ég missti af keilunni...fussss...