Sjálfskaðandi líkamsrækt og tengslamyndun!
Hjúkkan er nú í smá líkamræktarátaki sem snýst um það að reyna að mæta oftar á þessu ári í ræktina en því síðasta. Það ætti ekki að vera mjög erfitt að ná markmiðinu þar sem hjúkkan var óvirkur styrkaraðilli að Hreyfingu stóran hluta þess árs. En nú er öldin önnur og á aldeilis að fara að taka á öllu síðuspikinu. Hingað til hefur hjúkkan bara farið á sitt hlaupabretti og í sinn cross trainer en í dag ákvað hún að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Fyrir valinu varð Jump Fit tími í hádeginu sem gengur út á 50 mín hopp með sippubandi og svo um 1000 magaæfingar í lokin. Hjúkkan átti nú ekki von á því að þetta væri mikið mál - enda þaul vön á hlaupabrettinu. Eftir hins vegar um 15 mín ( af 50 mín ) var hjúkkan farin að þrá að komast í magaæfingarnar og losna við syppið - þetta var sko ekkert spaug. En hún þrjóskaðist áfram þrátt fyrir svima, ógleði og nokkrar nettar SVT (ofansleglahraðslátt ísl) tókst henni að klára tímann með stæl. Svo er bara að sjá hvort hjúkkan geti yfir höfuð hreyft sig á morgun!!!
Annars er hjúkkan að vinna í tengslamyndun sinni og því að auka ábyrgðartilfinningu sína gagnvart lifandi hlutum. Því keypti hún sér pottaplöntu!! Plöntuna setti hún á skrifborðið í vinnunni sinni, rétt við gluggan en í passlega réttri birtu og hita. Þar sem hjúkkan er meira á skrifstofunni sinni en heima hjá sér ákvað hún að hafa plöntuna hér en ekki í Dofranum. Í fyrstu gekk allt vel og hjúkka og plantan virtust ná vel saman og döfnuðu báðar. Nú er hins vegar svo komið fyrir aumingjans plöntunni að hún er orðin einkennileg á litinn og blómadæmið og greinarnar ekki eins tignarlegar og í upphafi. Hjúkkan er að hamast við að vökva kvikindið og vonar að hún nái sér, annars er það nottla bara haugurinn fyrir New Orleans ferðina!
28/02/2007
27/02/2007
Undarlega g - strengs málið!
Hjúkkan er að kljást við stórundarlegt mál þessa dagana og fær hún engan botn í þetta mál sama eftir hvaða leiðum hún leitar. Þannig er mál með vexti að undir lok síðustu viku fór hjúkkan að leita eftir efnisminni nærfatnaði sínum svokölluðum g - strengsbuxum sem allar konur þekkja og eiga mikinn slatta af. Nema hvað sama hvar hjúkkan leitaði þá fann hún ekki eitt par!!! Svo virðist sem á einhvern mjög svo undarlegan hátt hafi allar þessar undirbuxur hennar í þessu formi horfið! Hjúkkan er nú engin kjáni og hefur nú alveg sens fyrir því að hún hefur nú ekki skilið þessi föt eftir úti í bæ og hefur sjálf séð um þvott á heimilinu. Oft hefur hjúkkan heyrt sögur af þvottavélum sem "éta" svona undirföt og því eigi að setja þau í sérstakt net - en come one það kemur ekki fyrir hjúkkuna og hefur ekki verið til vandræða.
Það er sameiginlegt þvottahús í húsinu en hver og einn hefur sína vél og sína þvottagrind þannig að það á ekki að gerast að einhver taki "óvart" fatnað sem hann á ekki. Hingað til hefur allur sá þvottur sem settur hefur verið á snúruna skilað sér upp með hreina þvottinum. En nú er sem sagt kominn tími á samsæriskenningarnar. Er einhver að laumast niður í þvottahús og taka "óvart" undirföt sem ekki tilheyra þeim eða er þvottavélin mín búin að missa það og komin í heilagt stríð við þessi efnislitlu undirföt? Eitt er ljóst í stöðunni og það er að hjúkkan þarf að fara í búð og spurning hvort maður kalli til rannsóknarmenn til að greina stöðuna :)
Hjúkkan er að kljást við stórundarlegt mál þessa dagana og fær hún engan botn í þetta mál sama eftir hvaða leiðum hún leitar. Þannig er mál með vexti að undir lok síðustu viku fór hjúkkan að leita eftir efnisminni nærfatnaði sínum svokölluðum g - strengsbuxum sem allar konur þekkja og eiga mikinn slatta af. Nema hvað sama hvar hjúkkan leitaði þá fann hún ekki eitt par!!! Svo virðist sem á einhvern mjög svo undarlegan hátt hafi allar þessar undirbuxur hennar í þessu formi horfið! Hjúkkan er nú engin kjáni og hefur nú alveg sens fyrir því að hún hefur nú ekki skilið þessi föt eftir úti í bæ og hefur sjálf séð um þvott á heimilinu. Oft hefur hjúkkan heyrt sögur af þvottavélum sem "éta" svona undirföt og því eigi að setja þau í sérstakt net - en come one það kemur ekki fyrir hjúkkuna og hefur ekki verið til vandræða.
Það er sameiginlegt þvottahús í húsinu en hver og einn hefur sína vél og sína þvottagrind þannig að það á ekki að gerast að einhver taki "óvart" fatnað sem hann á ekki. Hingað til hefur allur sá þvottur sem settur hefur verið á snúruna skilað sér upp með hreina þvottinum. En nú er sem sagt kominn tími á samsæriskenningarnar. Er einhver að laumast niður í þvottahús og taka "óvart" undirföt sem ekki tilheyra þeim eða er þvottavélin mín búin að missa það og komin í heilagt stríð við þessi efnislitlu undirföt? Eitt er ljóst í stöðunni og það er að hjúkkan þarf að fara í búð og spurning hvort maður kalli til rannsóknarmenn til að greina stöðuna :)
26/02/2007
Lítil prinsessa og árshátíðartjútt!
Helgin var nokkuð þétt og ansi skemmtileg hjá hjúkkunni. Föstudagskvöldið fór í heimahangs með Hrönnslunni þar sem karlamál voru rædd niður í minnstu þræði og niðurstaðan var engin - frekar en fyrri daginn þegar maður er að ræða þessi mál. Á laugardaginn lá svo leiðin í greiðslu og svo henti hjúkkan smá farða í andlitið og dreif sig í kjólinn að ógleymdum bandaskónum með 10 cm hælnum! Já hjúkkan var hávaxin með þykkt og hrokkið hár á árshátíð slysadeildarinnar þar sem þó nokkrur snúningar voru teknir á dansgólfinu. Eftir heilmikil tjútt lá leiðin á NASA þar sem allir hinir íslendingarnir voru saman komnir, þ.e. þeir sem ekki voru á árshátíðinni. Þeir liðið var þó nokkuð fram á nótt var hjúkkan við það að missa fæturna af stappi annarra og ákvað að koma sér heim og úr skónum!
Sunnudagurinn fór í netta afslöppun og þá kom gullmoli helgarinnar. Jú nú á hjúkkan tvo gullmola þar sem litli frændi var að eignast litla systur sem er jafn fullkomin og hann!! Nú er það bara að standa sig enn betur sem uppáhalds frænka enda ekki hægt að missa titilinn núna! Litla prinsessan var svo litin augum um kvöldið og eins og fyrr sagði er hún bara fullkomin - það er ekkert flóknara :) Innilega til hamingju Smyrilshólafjölskylda.
Dagurinn í dag fór í tölvupóst deilur um fjárhagsáætlun og stefnir í jafn fjörugan morgundag. Það er sem sagt nóg að gera hjá hjúkkunni þessa dagana.
Helgin var nokkuð þétt og ansi skemmtileg hjá hjúkkunni. Föstudagskvöldið fór í heimahangs með Hrönnslunni þar sem karlamál voru rædd niður í minnstu þræði og niðurstaðan var engin - frekar en fyrri daginn þegar maður er að ræða þessi mál. Á laugardaginn lá svo leiðin í greiðslu og svo henti hjúkkan smá farða í andlitið og dreif sig í kjólinn að ógleymdum bandaskónum með 10 cm hælnum! Já hjúkkan var hávaxin með þykkt og hrokkið hár á árshátíð slysadeildarinnar þar sem þó nokkrur snúningar voru teknir á dansgólfinu. Eftir heilmikil tjútt lá leiðin á NASA þar sem allir hinir íslendingarnir voru saman komnir, þ.e. þeir sem ekki voru á árshátíðinni. Þeir liðið var þó nokkuð fram á nótt var hjúkkan við það að missa fæturna af stappi annarra og ákvað að koma sér heim og úr skónum!
Sunnudagurinn fór í netta afslöppun og þá kom gullmoli helgarinnar. Jú nú á hjúkkan tvo gullmola þar sem litli frændi var að eignast litla systur sem er jafn fullkomin og hann!! Nú er það bara að standa sig enn betur sem uppáhalds frænka enda ekki hægt að missa titilinn núna! Litla prinsessan var svo litin augum um kvöldið og eins og fyrr sagði er hún bara fullkomin - það er ekkert flóknara :) Innilega til hamingju Smyrilshólafjölskylda.
Dagurinn í dag fór í tölvupóst deilur um fjárhagsáætlun og stefnir í jafn fjörugan morgundag. Það er sem sagt nóg að gera hjá hjúkkunni þessa dagana.
23/02/2007
Einkennilegir draumar og bjútí trítment!
Já draumfarir hjúkkunnar fara nú bara að flokkast sem hrakfarir ef heldur sem horfir. Síðustu nætur hefur hana dreymt mjög svo einkennilega hluti allt frá rómantískum stundum með þjóðþekktum einstaklingum til martraðarinnar sem hún fékk í nótt og hélt í kjölfarið að það væru innbrotsþjófar frammi í eldhúsi!!! Hjúkkan þorði hvorki að hreyfa legg né lið enda myndu þá innbrotsþjófarnir komast að því að það væri einhver í íbúðinni - eins og það ætti að koma á óvart kl 04 um nótt!!! Engin vopn voru nálægt rúminu og því sá hjúkkan fram á það að þurfa að berjast við innbrotsþjófana - berskjölduð og varnarlaus.... en viti menn fljótlega sofnaði hún aftur og sem fyrr vaknaði dauðuppgefin í morgun.
Á morgun er hins vegar árshátíð slysadeildarinnar með tilheyrandi háreyðingum og brúnkumeðferðum í kvöld, kannski maður splæsi bara líka í agúrkumaskann til að vera ekkert þrútin á morgun :) þetta er nú líka svo mikið í anda hjúkkunnar að standa í einhverju bjútí trítmenti á sjálfri sér!!!
Já draumfarir hjúkkunnar fara nú bara að flokkast sem hrakfarir ef heldur sem horfir. Síðustu nætur hefur hana dreymt mjög svo einkennilega hluti allt frá rómantískum stundum með þjóðþekktum einstaklingum til martraðarinnar sem hún fékk í nótt og hélt í kjölfarið að það væru innbrotsþjófar frammi í eldhúsi!!! Hjúkkan þorði hvorki að hreyfa legg né lið enda myndu þá innbrotsþjófarnir komast að því að það væri einhver í íbúðinni - eins og það ætti að koma á óvart kl 04 um nótt!!! Engin vopn voru nálægt rúminu og því sá hjúkkan fram á það að þurfa að berjast við innbrotsþjófana - berskjölduð og varnarlaus.... en viti menn fljótlega sofnaði hún aftur og sem fyrr vaknaði dauðuppgefin í morgun.
Á morgun er hins vegar árshátíð slysadeildarinnar með tilheyrandi háreyðingum og brúnkumeðferðum í kvöld, kannski maður splæsi bara líka í agúrkumaskann til að vera ekkert þrútin á morgun :) þetta er nú líka svo mikið í anda hjúkkunnar að standa í einhverju bjútí trítmenti á sjálfri sér!!!
15/02/2007
Snillingur dagsins!!
Hjúkkan er snillingur dagsins í dag að eigin mati. Hún er svo mikill snillingur að það er leitun að öðrum eins snillingum. Snilldin byrjaði auðvitað á því að hjúkkan svaf eiginlega yfir sig en það getur nú komið fyrir á bestu bæjum. Hún var nú ekkert skammarlega sein í vinnuna enda með sveigjanlegan vinnutíma. Nema hvað eftir að hafa þotið á fætur og henst í föt átti að fara að henda í sig morgunmatnum. Þá var illt í efni - brauðið búin og mjólkin farin að tala við allar aðrar vörur sem voru í ísskápnum. Held að það sé bara að verða spurning um að kaupa mjólkina í pela stærð en ekki líter í einu. Jæja nú voru góð ráð dýr, góðum slatta af seríósi var hent í poka og ákveðið að borða bara morgunmat í vinnunni. Þetta gekk upp og dagurinn virtist vera á góðri leið.
Um hádegisbil átti hjúkkan fund og þurfti að hlaupa að bílnum sínum í klikkaðri rigningu og roki. Hjúkkan stöðvaði við bílinn sinn og ýtti á fjarstýringuna - ekkert gerist. Hún ýtti aftur á fjarstýringuna og ákvað að halda takkanum inni í svolitla stund - ekkert gerist. Þegar hér er komið við sögu er nokkuð farið að draga af hjúkkunni sem er orðin köld, blaut og hrakin. Hún ákveður að stinga lyklinum í skrána og opna þannig bílinn - ekkert gerist!!! Nú var hjúkkan bara orðin vonlausið uppmála og hætt að hafa húmor fyrir bílnum! Allt í einu varð henni litið inn í bílinn og sá þar barnastól - hum hjúkkan kannaðist nú ekki við að vera með barnastól í bílnum sínum. Alveg svona 10 sekúndum síðar opnaðist hugur hjúkkunnar og hún uppgötvaði að hún átti einfaldlega ekki þennan bíl!!!!!! Hún laumaðist að bílnum sínum og vonaði að enginn í fyrirtækinu hafði séð þessa tilraun hennar til stuldar á bíl samstarsfaðilla síns.
Nú er hjúkkan glöð, henni loksins orðið hlýtt og stefnan tekin á smá fund, svo gymmið og svo kúr undir teppi. Góðar stundir!!
Hjúkkan er snillingur dagsins í dag að eigin mati. Hún er svo mikill snillingur að það er leitun að öðrum eins snillingum. Snilldin byrjaði auðvitað á því að hjúkkan svaf eiginlega yfir sig en það getur nú komið fyrir á bestu bæjum. Hún var nú ekkert skammarlega sein í vinnuna enda með sveigjanlegan vinnutíma. Nema hvað eftir að hafa þotið á fætur og henst í föt átti að fara að henda í sig morgunmatnum. Þá var illt í efni - brauðið búin og mjólkin farin að tala við allar aðrar vörur sem voru í ísskápnum. Held að það sé bara að verða spurning um að kaupa mjólkina í pela stærð en ekki líter í einu. Jæja nú voru góð ráð dýr, góðum slatta af seríósi var hent í poka og ákveðið að borða bara morgunmat í vinnunni. Þetta gekk upp og dagurinn virtist vera á góðri leið.
Um hádegisbil átti hjúkkan fund og þurfti að hlaupa að bílnum sínum í klikkaðri rigningu og roki. Hjúkkan stöðvaði við bílinn sinn og ýtti á fjarstýringuna - ekkert gerist. Hún ýtti aftur á fjarstýringuna og ákvað að halda takkanum inni í svolitla stund - ekkert gerist. Þegar hér er komið við sögu er nokkuð farið að draga af hjúkkunni sem er orðin köld, blaut og hrakin. Hún ákveður að stinga lyklinum í skrána og opna þannig bílinn - ekkert gerist!!! Nú var hjúkkan bara orðin vonlausið uppmála og hætt að hafa húmor fyrir bílnum! Allt í einu varð henni litið inn í bílinn og sá þar barnastól - hum hjúkkan kannaðist nú ekki við að vera með barnastól í bílnum sínum. Alveg svona 10 sekúndum síðar opnaðist hugur hjúkkunnar og hún uppgötvaði að hún átti einfaldlega ekki þennan bíl!!!!!! Hún laumaðist að bílnum sínum og vonaði að enginn í fyrirtækinu hafði séð þessa tilraun hennar til stuldar á bíl samstarsfaðilla síns.
Nú er hjúkkan glöð, henni loksins orðið hlýtt og stefnan tekin á smá fund, svo gymmið og svo kúr undir teppi. Góðar stundir!!
14/02/2007
Lífið er bara snilld!
Já lífið leikur um hjúkkuna þessa dagana. Hún er svo gleymin frá degi til dags að hún man bara hluti sem gleðja hana og er búin að mynda sér nýja stefnu í lífinu. Muna bara eftir góðu hlutunum og vera ekkert að velta þeim leiðinlegu fyrir sér. Hjúkkan endurheimti hetjuna úr (pissum í) krossferðinni sem var einhvers staðar fjarri byggðum og öðru fólki og er hin kátasta fyrir vikið. Hjúkkan hefur hingað til ekki þurft að upplifa það oft að vera sú sem er skilin eftir - því það er almennt hún sem stingur af til útlanda. En í þetta sinn þá fékk hún að finna hvernig það er að vera sá sem er ekki að gera neitt spennandi heldur bara í sínu gamla umhverfi. Vonandi verður þessi upplifun ekki til þess að hún fari að raða gjöfum í liðið eftir heimkomur sínar - því þá er voðinn vís :)
Annars hafa margir snillingar orðið á vegi hjúkkunnar undanfarið og hæst ber að nefna konuna sem var að keyra á Akranesi á 15 km/klst á miðjum veginum. Svo stoppaði hún við hvert götuskylti þar til að hún loks missti það og ákvað að keyra inn götu sem var lokuð vegna framkvæmda, sundur grafin og algjörlega ófær. Já það geta ekki allir verið eins miklir snillingar og þessi kona. En hjúkkan hefur nú dregið töluvert úr eigin óhöppum og virðist sem hægt sé að eiga sér líf án þess að slasa sig mikið. Hún reyndar opnaði enn sem fyrr bílhurðina í andlitið á sjálfri sér um daginn og fékk marblett á nefið sem var nú flott fyrir :)
Annars er frekar lítið í fréttum í dag - góðar stundir
Já lífið leikur um hjúkkuna þessa dagana. Hún er svo gleymin frá degi til dags að hún man bara hluti sem gleðja hana og er búin að mynda sér nýja stefnu í lífinu. Muna bara eftir góðu hlutunum og vera ekkert að velta þeim leiðinlegu fyrir sér. Hjúkkan endurheimti hetjuna úr (pissum í) krossferðinni sem var einhvers staðar fjarri byggðum og öðru fólki og er hin kátasta fyrir vikið. Hjúkkan hefur hingað til ekki þurft að upplifa það oft að vera sú sem er skilin eftir - því það er almennt hún sem stingur af til útlanda. En í þetta sinn þá fékk hún að finna hvernig það er að vera sá sem er ekki að gera neitt spennandi heldur bara í sínu gamla umhverfi. Vonandi verður þessi upplifun ekki til þess að hún fari að raða gjöfum í liðið eftir heimkomur sínar - því þá er voðinn vís :)
Annars hafa margir snillingar orðið á vegi hjúkkunnar undanfarið og hæst ber að nefna konuna sem var að keyra á Akranesi á 15 km/klst á miðjum veginum. Svo stoppaði hún við hvert götuskylti þar til að hún loks missti það og ákvað að keyra inn götu sem var lokuð vegna framkvæmda, sundur grafin og algjörlega ófær. Já það geta ekki allir verið eins miklir snillingar og þessi kona. En hjúkkan hefur nú dregið töluvert úr eigin óhöppum og virðist sem hægt sé að eiga sér líf án þess að slasa sig mikið. Hún reyndar opnaði enn sem fyrr bílhurðina í andlitið á sjálfri sér um daginn og fékk marblett á nefið sem var nú flott fyrir :)
Annars er frekar lítið í fréttum í dag - góðar stundir
06/02/2007
Helgarfléttan!
Helgin var ósköp ljúf hjá hjúkkunni enda var henni eytt í huggulegheitum í sumarbústað. Það er alveg með ólíkindum hvað það er gott að komast aðeins út úr bænum þó ekki sé nema í nokkra daga og slaka á. Ekki það að hjúkkan sé eitthvað aðframkomin af streitu, þá er bara eitthvað svo kósý við sveitina. Smá vinna varð þó á leiðinni í bæinn en allir sluppu vel og sjaldan sést jafnmikil ró yfir einum vettvangi. Sunnudagskvöldið var tekið í hálfa Ofurskál, þar sem auðvitað Coltararnir rúlluðu Björnunum frá Chicago upp. Þetta leit nú ekki sérstaklega vel út eftir fyrstu mínúturnar þar sem Birnirnir skoruðu í fyrstu sókn en mótlætið styrkir ekki satt :)
Hjúkkan er líka ofurglöð þessa dagana þar sem hún hefur nú loksins eignast tvær Police Academy myndir (nr. 3 og 6) og var sú fyrri sett í tækið um helgina. Þvílík snilldar kvikmynd!!!
Eitt sem hjúkkan er að velta fyrir sér í dag er stjörnuspáin hennar :
Helgin var ósköp ljúf hjá hjúkkunni enda var henni eytt í huggulegheitum í sumarbústað. Það er alveg með ólíkindum hvað það er gott að komast aðeins út úr bænum þó ekki sé nema í nokkra daga og slaka á. Ekki það að hjúkkan sé eitthvað aðframkomin af streitu, þá er bara eitthvað svo kósý við sveitina. Smá vinna varð þó á leiðinni í bæinn en allir sluppu vel og sjaldan sést jafnmikil ró yfir einum vettvangi. Sunnudagskvöldið var tekið í hálfa Ofurskál, þar sem auðvitað Coltararnir rúlluðu Björnunum frá Chicago upp. Þetta leit nú ekki sérstaklega vel út eftir fyrstu mínúturnar þar sem Birnirnir skoruðu í fyrstu sókn en mótlætið styrkir ekki satt :)
Hjúkkan er líka ofurglöð þessa dagana þar sem hún hefur nú loksins eignast tvær Police Academy myndir (nr. 3 og 6) og var sú fyrri sett í tækið um helgina. Þvílík snilldar kvikmynd!!!
Eitt sem hjúkkan er að velta fyrir sér í dag er stjörnuspáin hennar :
- " Það er fín lína milli þess að gera öðrum vel og ganga á sjálfan sig. Varastu að taka of mikið að þér. Að segja nei er stundum það besta sem maður gerir fyrr alla aðila."
Jább ætli þessu sé beint sérstaklega til hjúkkunnar?? Nei maður bara spyr sig!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)