Lífið er bara snilld!
Já lífið leikur um hjúkkuna þessa dagana. Hún er svo gleymin frá degi til dags að hún man bara hluti sem gleðja hana og er búin að mynda sér nýja stefnu í lífinu. Muna bara eftir góðu hlutunum og vera ekkert að velta þeim leiðinlegu fyrir sér. Hjúkkan endurheimti hetjuna úr (pissum í) krossferðinni sem var einhvers staðar fjarri byggðum og öðru fólki og er hin kátasta fyrir vikið. Hjúkkan hefur hingað til ekki þurft að upplifa það oft að vera sú sem er skilin eftir - því það er almennt hún sem stingur af til útlanda. En í þetta sinn þá fékk hún að finna hvernig það er að vera sá sem er ekki að gera neitt spennandi heldur bara í sínu gamla umhverfi. Vonandi verður þessi upplifun ekki til þess að hún fari að raða gjöfum í liðið eftir heimkomur sínar - því þá er voðinn vís :)
Annars hafa margir snillingar orðið á vegi hjúkkunnar undanfarið og hæst ber að nefna konuna sem var að keyra á Akranesi á 15 km/klst á miðjum veginum. Svo stoppaði hún við hvert götuskylti þar til að hún loks missti það og ákvað að keyra inn götu sem var lokuð vegna framkvæmda, sundur grafin og algjörlega ófær. Já það geta ekki allir verið eins miklir snillingar og þessi kona. En hjúkkan hefur nú dregið töluvert úr eigin óhöppum og virðist sem hægt sé að eiga sér líf án þess að slasa sig mikið. Hún reyndar opnaði enn sem fyrr bílhurðina í andlitið á sjálfri sér um daginn og fékk marblett á nefið sem var nú flott fyrir :)
Annars er frekar lítið í fréttum í dag - góðar stundir
14/02/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli