Undarlega g - strengs málið!
Hjúkkan er að kljást við stórundarlegt mál þessa dagana og fær hún engan botn í þetta mál sama eftir hvaða leiðum hún leitar. Þannig er mál með vexti að undir lok síðustu viku fór hjúkkan að leita eftir efnisminni nærfatnaði sínum svokölluðum g - strengsbuxum sem allar konur þekkja og eiga mikinn slatta af. Nema hvað sama hvar hjúkkan leitaði þá fann hún ekki eitt par!!! Svo virðist sem á einhvern mjög svo undarlegan hátt hafi allar þessar undirbuxur hennar í þessu formi horfið! Hjúkkan er nú engin kjáni og hefur nú alveg sens fyrir því að hún hefur nú ekki skilið þessi föt eftir úti í bæ og hefur sjálf séð um þvott á heimilinu. Oft hefur hjúkkan heyrt sögur af þvottavélum sem "éta" svona undirföt og því eigi að setja þau í sérstakt net - en come one það kemur ekki fyrir hjúkkuna og hefur ekki verið til vandræða.
Það er sameiginlegt þvottahús í húsinu en hver og einn hefur sína vél og sína þvottagrind þannig að það á ekki að gerast að einhver taki "óvart" fatnað sem hann á ekki. Hingað til hefur allur sá þvottur sem settur hefur verið á snúruna skilað sér upp með hreina þvottinum. En nú er sem sagt kominn tími á samsæriskenningarnar. Er einhver að laumast niður í þvottahús og taka "óvart" undirföt sem ekki tilheyra þeim eða er þvottavélin mín búin að missa það og komin í heilagt stríð við þessi efnislitlu undirföt? Eitt er ljóst í stöðunni og það er að hjúkkan þarf að fara í búð og spurning hvort maður kalli til rannsóknarmenn til að greina stöðuna :)
27/02/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli