26/02/2007

Lítil prinsessa og árshátíðartjútt!
Helgin var nokkuð þétt og ansi skemmtileg hjá hjúkkunni. Föstudagskvöldið fór í heimahangs með Hrönnslunni þar sem karlamál voru rædd niður í minnstu þræði og niðurstaðan var engin - frekar en fyrri daginn þegar maður er að ræða þessi mál. Á laugardaginn lá svo leiðin í greiðslu og svo henti hjúkkan smá farða í andlitið og dreif sig í kjólinn að ógleymdum bandaskónum með 10 cm hælnum! Já hjúkkan var hávaxin með þykkt og hrokkið hár á árshátíð slysadeildarinnar þar sem þó nokkrur snúningar voru teknir á dansgólfinu. Eftir heilmikil tjútt lá leiðin á NASA þar sem allir hinir íslendingarnir voru saman komnir, þ.e. þeir sem ekki voru á árshátíðinni. Þeir liðið var þó nokkuð fram á nótt var hjúkkan við það að missa fæturna af stappi annarra og ákvað að koma sér heim og úr skónum!
Sunnudagurinn fór í netta afslöppun og þá kom gullmoli helgarinnar. Jú nú á hjúkkan tvo gullmola þar sem litli frændi var að eignast litla systur sem er jafn fullkomin og hann!! Nú er það bara að standa sig enn betur sem uppáhalds frænka enda ekki hægt að missa titilinn núna! Litla prinsessan var svo litin augum um kvöldið og eins og fyrr sagði er hún bara fullkomin - það er ekkert flóknara :) Innilega til hamingju Smyrilshólafjölskylda.
Dagurinn í dag fór í tölvupóst deilur um fjárhagsáætlun og stefnir í jafn fjörugan morgundag. Það er sem sagt nóg að gera hjá hjúkkunni þessa dagana.

Engin ummæli: