23/02/2007

Einkennilegir draumar og bjútí trítment!
Já draumfarir hjúkkunnar fara nú bara að flokkast sem hrakfarir ef heldur sem horfir. Síðustu nætur hefur hana dreymt mjög svo einkennilega hluti allt frá rómantískum stundum með þjóðþekktum einstaklingum til martraðarinnar sem hún fékk í nótt og hélt í kjölfarið að það væru innbrotsþjófar frammi í eldhúsi!!! Hjúkkan þorði hvorki að hreyfa legg né lið enda myndu þá innbrotsþjófarnir komast að því að það væri einhver í íbúðinni - eins og það ætti að koma á óvart kl 04 um nótt!!! Engin vopn voru nálægt rúminu og því sá hjúkkan fram á það að þurfa að berjast við innbrotsþjófana - berskjölduð og varnarlaus.... en viti menn fljótlega sofnaði hún aftur og sem fyrr vaknaði dauðuppgefin í morgun.
Á morgun er hins vegar árshátíð slysadeildarinnar með tilheyrandi háreyðingum og brúnkumeðferðum í kvöld, kannski maður splæsi bara líka í agúrkumaskann til að vera ekkert þrútin á morgun :) þetta er nú líka svo mikið í anda hjúkkunnar að standa í einhverju bjútí trítmenti á sjálfri sér!!!

Engin ummæli: