Snillingur dagsins!!
Hjúkkan er snillingur dagsins í dag að eigin mati. Hún er svo mikill snillingur að það er leitun að öðrum eins snillingum. Snilldin byrjaði auðvitað á því að hjúkkan svaf eiginlega yfir sig en það getur nú komið fyrir á bestu bæjum. Hún var nú ekkert skammarlega sein í vinnuna enda með sveigjanlegan vinnutíma. Nema hvað eftir að hafa þotið á fætur og henst í föt átti að fara að henda í sig morgunmatnum. Þá var illt í efni - brauðið búin og mjólkin farin að tala við allar aðrar vörur sem voru í ísskápnum. Held að það sé bara að verða spurning um að kaupa mjólkina í pela stærð en ekki líter í einu. Jæja nú voru góð ráð dýr, góðum slatta af seríósi var hent í poka og ákveðið að borða bara morgunmat í vinnunni. Þetta gekk upp og dagurinn virtist vera á góðri leið.
Um hádegisbil átti hjúkkan fund og þurfti að hlaupa að bílnum sínum í klikkaðri rigningu og roki. Hjúkkan stöðvaði við bílinn sinn og ýtti á fjarstýringuna - ekkert gerist. Hún ýtti aftur á fjarstýringuna og ákvað að halda takkanum inni í svolitla stund - ekkert gerist. Þegar hér er komið við sögu er nokkuð farið að draga af hjúkkunni sem er orðin köld, blaut og hrakin. Hún ákveður að stinga lyklinum í skrána og opna þannig bílinn - ekkert gerist!!! Nú var hjúkkan bara orðin vonlausið uppmála og hætt að hafa húmor fyrir bílnum! Allt í einu varð henni litið inn í bílinn og sá þar barnastól - hum hjúkkan kannaðist nú ekki við að vera með barnastól í bílnum sínum. Alveg svona 10 sekúndum síðar opnaðist hugur hjúkkunnar og hún uppgötvaði að hún átti einfaldlega ekki þennan bíl!!!!!! Hún laumaðist að bílnum sínum og vonaði að enginn í fyrirtækinu hafði séð þessa tilraun hennar til stuldar á bíl samstarsfaðilla síns.
Nú er hjúkkan glöð, henni loksins orðið hlýtt og stefnan tekin á smá fund, svo gymmið og svo kúr undir teppi. Góðar stundir!!
15/02/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli