06/02/2007

Helgarfléttan!
Helgin var ósköp ljúf hjá hjúkkunni enda var henni eytt í huggulegheitum í sumarbústað. Það er alveg með ólíkindum hvað það er gott að komast aðeins út úr bænum þó ekki sé nema í nokkra daga og slaka á. Ekki það að hjúkkan sé eitthvað aðframkomin af streitu, þá er bara eitthvað svo kósý við sveitina. Smá vinna varð þó á leiðinni í bæinn en allir sluppu vel og sjaldan sést jafnmikil ró yfir einum vettvangi. Sunnudagskvöldið var tekið í hálfa Ofurskál, þar sem auðvitað Coltararnir rúlluðu Björnunum frá Chicago upp. Þetta leit nú ekki sérstaklega vel út eftir fyrstu mínúturnar þar sem Birnirnir skoruðu í fyrstu sókn en mótlætið styrkir ekki satt :)
Hjúkkan er líka ofurglöð þessa dagana þar sem hún hefur nú loksins eignast tvær Police Academy myndir (nr. 3 og 6) og var sú fyrri sett í tækið um helgina. Þvílík snilldar kvikmynd!!!
Eitt sem hjúkkan er að velta fyrir sér í dag er stjörnuspáin hennar :
  • " Það er fín lína milli þess að gera öðrum vel og ganga á sjálfan sig. Varastu að taka of mikið að þér. Að segja nei er stundum það besta sem maður gerir fyrr alla aðila."

Jább ætli þessu sé beint sérstaklega til hjúkkunnar?? Nei maður bara spyr sig!

Engin ummæli: