Flugumferðastjórar!!
Hjúkkan er nú alveg að verða komin með nóg af þessu andlega ofbeldi sem flugumferðastjórar eru að beita þjóðinni. Þar sem hjúkkan er nú farin að ferðast nokkuð mikið sökum vinnunnar, og á einmitt flug frá Íslandi þann 2. janúar, er hún ekki hress með þessar hótanir sem felast í orðum formanns þeirra. Hann kom í Kastljósið áðan og var með frekar ónett skot á þá flugumferðastjóra sem ætla að vinna hjá nýja fyrirtækinu. Hjúkkan er nú ekki vön að blanda þessari síðu sinni í svona deilur sem ræddar eru í samfélaginu en þetta gengur of langt að hennar mati. Til dæmis síðast þegar hjúkkan hélt að hún hefði eitthvað vit á samningum, voru lögin þannig að þú slítur ekki gildandi kjarasamningi bara af því þú vilt nýjan!!! Já hjúkkunni er lítið skemmt yfir þessari hegðun starfstéttar sem heldur Íslendingum í gíslíngu!!!
27/12/2006
Jólin komin og á hraðri leið í burtu!
Já jólin komu nú aldeilis með glæsibrag í ár. Hjúkkan naut daganna í faðmi fjölskyldunnar með tilheyrandi matarveislum og ofáti. Annars virtust flest fyrirtæki sem hjúkkan hefur unnið fyrir á árinu ákveðið að gefa eins gjöf í ár - KONFEKT..... Hjúkkan var nú farin að svitna töluvert yfir öllu þessu magni af súkkulaði sem saman var komið í Dofranum og fór hún því með dágóðan skammt á slysadeildina, þar sem fleiri fá að njóta þess.
Aðfangadagskvöld einkenndist af nettri Fríðu þar sem að mat og kaffi loknu leit kjóllinn hennar út fyrir að 5 ára barn hafi notað hann sem svuntu. Eitthvað gekk illa að koma matnum á réttan stað og því þarf kjóllinn að komast í hreinsun. Einnig steig hús í veg fyrir bílinn hjá hjúkkunni þegar hún var að bakka í stæði, en sem betur fer eru skemmdir í lágmarki. Jóladagur fór í jogginggallann og afslöppun áður en tekist var á við hangikjötið og svo var 3. veislan í Brekkuselinu í gær með systrum, viðhengjum og öðrum tengiliðum. Það fer nú að verða of lítið borðstofuborðið í Brekkuselinu þegar allt liðið er mætt en það var bara yndislegt.
Nýtt teppi leit dagsins ljós úr einum pakkanna til hjúkkunnar og hefur það verið prufukeyrt í Dofranum. Teppið er 200cm x 250 cm og því týnist hjúkkan eiginlega ef hún liggur ein undir því!! En það er bara huggulegt.
Okkar menn unnu glæstan sigur á jóladag og lítið annað að segja en Áfram Man Utd!!!!
Já jólin komu nú aldeilis með glæsibrag í ár. Hjúkkan naut daganna í faðmi fjölskyldunnar með tilheyrandi matarveislum og ofáti. Annars virtust flest fyrirtæki sem hjúkkan hefur unnið fyrir á árinu ákveðið að gefa eins gjöf í ár - KONFEKT..... Hjúkkan var nú farin að svitna töluvert yfir öllu þessu magni af súkkulaði sem saman var komið í Dofranum og fór hún því með dágóðan skammt á slysadeildina, þar sem fleiri fá að njóta þess.
Aðfangadagskvöld einkenndist af nettri Fríðu þar sem að mat og kaffi loknu leit kjóllinn hennar út fyrir að 5 ára barn hafi notað hann sem svuntu. Eitthvað gekk illa að koma matnum á réttan stað og því þarf kjóllinn að komast í hreinsun. Einnig steig hús í veg fyrir bílinn hjá hjúkkunni þegar hún var að bakka í stæði, en sem betur fer eru skemmdir í lágmarki. Jóladagur fór í jogginggallann og afslöppun áður en tekist var á við hangikjötið og svo var 3. veislan í Brekkuselinu í gær með systrum, viðhengjum og öðrum tengiliðum. Það fer nú að verða of lítið borðstofuborðið í Brekkuselinu þegar allt liðið er mætt en það var bara yndislegt.
Nýtt teppi leit dagsins ljós úr einum pakkanna til hjúkkunnar og hefur það verið prufukeyrt í Dofranum. Teppið er 200cm x 250 cm og því týnist hjúkkan eiginlega ef hún liggur ein undir því!! En það er bara huggulegt.
Okkar menn unnu glæstan sigur á jóladag og lítið annað að segja en Áfram Man Utd!!!!
24/12/2006
Jólaknús og jólakossar!
Hjúkkan óskar öllum vinum og vandamönnum, nær og fjær gleðilegra jólahátíðar. Passið ykkur nú á öllum matnum og konfektinu, allt er gott í hófi. Njótið tímans saman og eigið yndislegar stundir með þeim sem ykkur þykir vænst um.
Hjúkkan er komin í jólafrí og jólaskap og fer ekki á flakk aftur fyrr en 2. janúar. Það er því nægur tími fyrir hittinga, knús, spil og almennt haugerí.
Farið varlega í umferðinni og munið að vera góð við hvort annað.
Hjúkkan óskar öllum vinum og vandamönnum, nær og fjær gleðilegra jólahátíðar. Passið ykkur nú á öllum matnum og konfektinu, allt er gott í hófi. Njótið tímans saman og eigið yndislegar stundir með þeim sem ykkur þykir vænst um.
Hjúkkan er komin í jólafrí og jólaskap og fer ekki á flakk aftur fyrr en 2. janúar. Það er því nægur tími fyrir hittinga, knús, spil og almennt haugerí.
Farið varlega í umferðinni og munið að vera góð við hvort annað.
14/12/2006
Bleikt biðskyldumerki!!!
Það er ekki á hverjum degi sem hjúkkan lendir í óvenjulegum aðstæðum, frekar svona annan hvern dag. Eftir að hafa setið á annarri rasskinninni í viku á ráðstefnunni í New York dreif hjúkkan sig til sjúkraþjálfarans þegar heim var komið. Flugið frá New York var rétt yfir 5 klukkutíma langt og voru þetta lengstu fimm tímar í lífi hjúkkunnar, þar sem hún var að drepast úr verkjum í bakinu og rófubeininu. Sjúkraþjálfarinn ákvað að prófa nýja leið í meðferð sem byggir á japanskri teipmeðferð. Núna er hjúkkan sem sagt með bleikt teip á neðri hluta baks í nálægð við rófubeinið. Sem sagt til að lýsa því betur þá er hjúkkan með skærbleikt biðskyldumerki á botninum!!!! Það má fara með draslið í sund og sturtu og alles þannig að það er alveg spurning um að skella sér í bikiníið og í Laugardalslaugina með biðskyldumerkið. Eitthvað ætti það eftir að vekja athygli fólks!!!
Annars er hjúkkan að detta í svakalegustu jólastemningu sem sögur fara af. Hún er búin að skreyta allt í Dofranum og er bara raulandi jólalög daginn út og inn. Það eru mörg ár síðan hún hefur dottið í svona jólaskap og þá er bara að njóta þess. Hjúkkan er nú samt ekki farin að þola auglýsinguna með syngjandi barninu....
Það er ekki á hverjum degi sem hjúkkan lendir í óvenjulegum aðstæðum, frekar svona annan hvern dag. Eftir að hafa setið á annarri rasskinninni í viku á ráðstefnunni í New York dreif hjúkkan sig til sjúkraþjálfarans þegar heim var komið. Flugið frá New York var rétt yfir 5 klukkutíma langt og voru þetta lengstu fimm tímar í lífi hjúkkunnar, þar sem hún var að drepast úr verkjum í bakinu og rófubeininu. Sjúkraþjálfarinn ákvað að prófa nýja leið í meðferð sem byggir á japanskri teipmeðferð. Núna er hjúkkan sem sagt með bleikt teip á neðri hluta baks í nálægð við rófubeinið. Sem sagt til að lýsa því betur þá er hjúkkan með skærbleikt biðskyldumerki á botninum!!!! Það má fara með draslið í sund og sturtu og alles þannig að það er alveg spurning um að skella sér í bikiníið og í Laugardalslaugina með biðskyldumerkið. Eitthvað ætti það eftir að vekja athygli fólks!!!
Annars er hjúkkan að detta í svakalegustu jólastemningu sem sögur fara af. Hún er búin að skreyta allt í Dofranum og er bara raulandi jólalög daginn út og inn. Það eru mörg ár síðan hún hefur dottið í svona jólaskap og þá er bara að njóta þess. Hjúkkan er nú samt ekki farin að þola auglýsinguna með syngjandi barninu....
09/12/2006
Hljómar kunnulega!
Ég veit ekki um ykkur hin en eitthvað finnst mér það hljóma of kunnulega að það sé gert ráð fyrir vitlausu veðri á Íslandi einmitt daginn áður en ég á að fara í flug heim!!! Það virðist vera þannig þessa dagana að djúpar lægðir fylgi utanlandsferðum hjúkkunnar með tilheyrandi seinkunum á flugi og almennum leiðindum!!! Kosturinn í dag er alla vega sá að bíllinn er heima í Dofranum og því lítil þörf á Björgunarsveit Hafnarfjarðar til að koma hjúkkunni milli staða :)
Það nýjasta úr lífi hjúkkunnar í New York er að hún er orðinn stoltur eigandi af Ipod Nano, sennilega síðust allra íslendina að eignast svona grip. Þetta er voðalega sniðugt tæki, en það þarf víst ekki að telja það frekar upp hér þar sem allir eru löngu komnir með svona dæmi...
Það virðist koma hjúkkunni sífellt á óvart sá svakalegi fjöldi fólks sem er í þessari borg. Það er fólk alls staðar og þar sem ekki er fólk, þar er leigubíll á fullu blasti á flautunni. Já þetta er nú aðeins meira af fólki en í Firðinum góða :)
Nú er bara að vona að veðrið gangi hratt yfir og Icelandair lendi ekki í miklum vandræðum með allt dæmið, því hugurinn er nú farinn að leita heim.
Ég veit ekki um ykkur hin en eitthvað finnst mér það hljóma of kunnulega að það sé gert ráð fyrir vitlausu veðri á Íslandi einmitt daginn áður en ég á að fara í flug heim!!! Það virðist vera þannig þessa dagana að djúpar lægðir fylgi utanlandsferðum hjúkkunnar með tilheyrandi seinkunum á flugi og almennum leiðindum!!! Kosturinn í dag er alla vega sá að bíllinn er heima í Dofranum og því lítil þörf á Björgunarsveit Hafnarfjarðar til að koma hjúkkunni milli staða :)
Það nýjasta úr lífi hjúkkunnar í New York er að hún er orðinn stoltur eigandi af Ipod Nano, sennilega síðust allra íslendina að eignast svona grip. Þetta er voðalega sniðugt tæki, en það þarf víst ekki að telja það frekar upp hér þar sem allir eru löngu komnir með svona dæmi...
Það virðist koma hjúkkunni sífellt á óvart sá svakalegi fjöldi fólks sem er í þessari borg. Það er fólk alls staðar og þar sem ekki er fólk, þar er leigubíll á fullu blasti á flautunni. Já þetta er nú aðeins meira af fólki en í Firðinum góða :)
Nú er bara að vona að veðrið gangi hratt yfir og Icelandair lendi ekki í miklum vandræðum með allt dæmið, því hugurinn er nú farinn að leita heim.
Skjótt skipast veður í loftum!
Hér í New York er réttast að segja að skjótt skipist veður í loftum... Í gær var hér 14 stiga hiti á celcius og í morgun var þetta líka netta 10 stiga frost!!! Já hitinn féll um 24 gráður á innan við sólarhring. Undir kvöld var nú aðeins farið að hitna en þetta er nú meira en góðu hófi gegnir.
Það er alveg ofboðslega mikið af fólki í þessari borg og áreitin eru ótrúleg. Í dag stóð hjúkkan á götuhorni þar sem einstaklingur frá Hjálpræðishernum söng jólalög í karaókí tæki á fullu blasti, glugginn hjá Macy´s söng jólalag að ógleymdri lyftutónlist dauðans sem barst úr hátalarakerfi fyrir utan búðina. Í ofanálag við þetta voru auðvitað bílflautur á fullu og hávaðinn var hreint út sagt ærandi. Kannski hjúkkan þurfi bara að horfast í augu við það að hún er ekki eins ung og ónæm fyrir hávaða og hún vildi halda. Eftir þessa upplifun fór hún í deildina fyrir gamla fólkið í Macy´s þar sem fáir voru á ferli og engin tónlist í kerfinu til að ná tökum á þessu öllu aftur.
Ráðstefnan er mjög áhugaverð og var til dæmis fyrirlestur í dag um rannsóknir á háþrýstingi sem styrktar eru af lyfjafyrirtækjum. Hjúkkan svitnaði nett þegar gaurinn fór að dissa allar helstu rannsóknir samkeppnislyfjanna og beið eftir að röðin kæmi að Novartis. En sem betur fer hafði hann ekkert út á það að setja og hjúkkan hélt andlitinu voðalega hugrökk.
Það er nú ýmislegt sem gekk á í lífi hjúkkunnar áður en að kom að þessari ferð og hefur hún nú reynt eftir bestu getu að leiða huga að öðru, en auðvitað koma tímar þar sem meira að segja hjúkkan vill vera ein með sjálfri sér. Og þegar það gerist þá leyfir hún sér það bara!!! Enda er þetta nú yfirleitt í skamma stund en maður verður að hlusta á sjálfan sig - því ef maður gerir það ekki hver gerir það þá????
Heimkoman er á mánudagsmorgun og verður spennandi að sjá hvernig tókst til með jólaseríuna á svölunum sem hjúkkunni skilst að séu komnar á sinn stað. Auðvitað fær Bandaríski efnahagurinn að njóta góðs af heimsókn hjúkkunnar og Mastercard ætti ekki að koma út í skuld eftir þennan mánuð. En nú er kominn tími á blund, enda ráðstefna og skoðunarferðir á morgun.
Hér í New York er réttast að segja að skjótt skipist veður í loftum... Í gær var hér 14 stiga hiti á celcius og í morgun var þetta líka netta 10 stiga frost!!! Já hitinn féll um 24 gráður á innan við sólarhring. Undir kvöld var nú aðeins farið að hitna en þetta er nú meira en góðu hófi gegnir.
Það er alveg ofboðslega mikið af fólki í þessari borg og áreitin eru ótrúleg. Í dag stóð hjúkkan á götuhorni þar sem einstaklingur frá Hjálpræðishernum söng jólalög í karaókí tæki á fullu blasti, glugginn hjá Macy´s söng jólalag að ógleymdri lyftutónlist dauðans sem barst úr hátalarakerfi fyrir utan búðina. Í ofanálag við þetta voru auðvitað bílflautur á fullu og hávaðinn var hreint út sagt ærandi. Kannski hjúkkan þurfi bara að horfast í augu við það að hún er ekki eins ung og ónæm fyrir hávaða og hún vildi halda. Eftir þessa upplifun fór hún í deildina fyrir gamla fólkið í Macy´s þar sem fáir voru á ferli og engin tónlist í kerfinu til að ná tökum á þessu öllu aftur.
Ráðstefnan er mjög áhugaverð og var til dæmis fyrirlestur í dag um rannsóknir á háþrýstingi sem styrktar eru af lyfjafyrirtækjum. Hjúkkan svitnaði nett þegar gaurinn fór að dissa allar helstu rannsóknir samkeppnislyfjanna og beið eftir að röðin kæmi að Novartis. En sem betur fer hafði hann ekkert út á það að setja og hjúkkan hélt andlitinu voðalega hugrökk.
Það er nú ýmislegt sem gekk á í lífi hjúkkunnar áður en að kom að þessari ferð og hefur hún nú reynt eftir bestu getu að leiða huga að öðru, en auðvitað koma tímar þar sem meira að segja hjúkkan vill vera ein með sjálfri sér. Og þegar það gerist þá leyfir hún sér það bara!!! Enda er þetta nú yfirleitt í skamma stund en maður verður að hlusta á sjálfan sig - því ef maður gerir það ekki hver gerir það þá????
Heimkoman er á mánudagsmorgun og verður spennandi að sjá hvernig tókst til með jólaseríuna á svölunum sem hjúkkunni skilst að séu komnar á sinn stað. Auðvitað fær Bandaríski efnahagurinn að njóta góðs af heimsókn hjúkkunnar og Mastercard ætti ekki að koma út í skuld eftir þennan mánuð. En nú er kominn tími á blund, enda ráðstefna og skoðunarferðir á morgun.
01/12/2006
Greinileg merki um jólin!!!
Síðustu daga hafa sífellt fleiri merki um það að jólin séu að nálgast skotið upp kollinum. Í gærkvöldi varð hjúkkan fyrir því að sjá þá auglýsingu sem hún þolir hvað verst í jólatíðinni. Jú þið sem þekkið hjúkkuna vitið að um er að ræða syngjandi krakkann með jólasveinahúfuna..... Hjúkkan fær einfaldlega hroll við tilhugsunina eina og sér - þessi auglýsing fer einstaklega mikið í taugarnar á hjúkkunni!!! Næsta merki um jólin var bundið við einhvern einkennilegasta texta í jólalagi sem hjúkkan hefur heyrt. Jú ofursmellurinn sem inniheldur ... he is the reason - for the season.. ójá alveg hreint ógleymanlegur texti!
Annars verður kvöldið tekið heima á sófanum í Dofranum þar sem hjúkkan er með hundleiðinlegar takttruflanir og er nett þreytt eftir svolítið erfiða viku. Þá er bara að sjá hvort næsta vika verði ekki auðveldari, þá er jú ferðin til New York á dagskrá.
Síðustu daga hafa sífellt fleiri merki um það að jólin séu að nálgast skotið upp kollinum. Í gærkvöldi varð hjúkkan fyrir því að sjá þá auglýsingu sem hún þolir hvað verst í jólatíðinni. Jú þið sem þekkið hjúkkuna vitið að um er að ræða syngjandi krakkann með jólasveinahúfuna..... Hjúkkan fær einfaldlega hroll við tilhugsunina eina og sér - þessi auglýsing fer einstaklega mikið í taugarnar á hjúkkunni!!! Næsta merki um jólin var bundið við einhvern einkennilegasta texta í jólalagi sem hjúkkan hefur heyrt. Jú ofursmellurinn sem inniheldur ... he is the reason - for the season.. ójá alveg hreint ógleymanlegur texti!
Annars verður kvöldið tekið heima á sófanum í Dofranum þar sem hjúkkan er með hundleiðinlegar takttruflanir og er nett þreytt eftir svolítið erfiða viku. Þá er bara að sjá hvort næsta vika verði ekki auðveldari, þá er jú ferðin til New York á dagskrá.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)