06/01/2007

Ágætis byrjun!
Árið 2007 fer ágætlega af stað hjá hjúkkunni sem er nýkomin heim frá Danmörku. Ekki var nú mikill tími til félagslegra heimsókna til vina og vandamanna í Köben að þessu sinni en vonandi verður bætt úr því næst. Hjúkkunni til mikillar gleði og undrunar birtist Höskuldur í áramótaskaupinu. Hún fór nú að hugsa hvort hún hefði átt að vita af þátttöku hans í skaupinu, en getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort þessa umræðu hafi borið á góma. Eitt af nýársheitum hjúkkunnar (heppilegt þar sem hjúkkan strengir ekki nýársheit) ætti því að vera að taka meira eftir því sem sagt er við hana. Henni til mikillar lukku er þó til fólk sem er með eindæmum gleymið og maður veltir því alvarlega fyrir sér hvort þessir einstaklingar séu yfirleitt að hlusta þegar maður talar!!!!
Nú er utanlandsferða frí í tæpa tvo mánuði og ætlar hjúkkan að njóta lands og þjóðar í allan þann tíma. Fyrirhuguð er ferð úr bænum og vonandi áframhaldandi stemning á árinu. Svo er auðvitað farið að styttast í HM í handbolta með tilheyrandi pizzuáti og íslenskri stemningu. Hversu lengi ætli "strákarnir okkar" verði "strákarnir okkar"???

Engin ummæli: