30/01/2007

Nýju vátryggingarskilmálarnir!
Hjúkkan er búin að bíða spennt eftir bréfi frá tryggingarfyrirtækinu sínu sem vildi gera allt til þess að fá hjúkkuna í viðskipti hjá sér. Hjúkkan brosti út í annað þegar þetta blessaða fyrirtæki gekk á eftir henni með grasið í skónum, því greinilegt er að þetta fyrirtæki veit ekki mikið um Fríðuna!! Nema hvað í morgun komu svo nýju tryggingarskilmálarnir í pósti og með góðan kaffibolla í hendi kom hjúkkan sér vel fyrir í sófanum og hóf lesturinn. Þetta er hið áhugaverðasta plagg allt saman og hjúkkan í rónni yfir því að nú er hún tryggð í bak og fyrir NEMA (það er alltaf þessi litla klausa)
" ef tjón hlýst af völdum :
  1. jarðskjálfta, eldgoss, skriðufalls, snjófljóðs eða annarra náttúruhamfara,
  2. styrjaldar, innrásar, hernaðaraðgerða, borgarrósta, uppreinsar, uppþots, verkfalls eða svipaðra aðgerða,
  3. kjarnabreytinga, jónandi geislunar, mengunar af geislavirkum efnum, kjarnaeldsneytis eða kjarnaúrgangsefnis.

Já eftir þennan lestur á því sem tryggingin coverar ekki er hjúkkan bara mjög ánægð að búa í Hafnarfirðinum þar sem hún er ekki í hættu á að lenda í skakkaföllum vegna fyrrnefndra atburða. Sem sagt hins skemmtilegasta lesnins og góð upphitun fyrir leik ársins á eftir Ísland - Danmörk þar sem hjúkkan hefur mikla trú á íslensku strákunum. Það er einhvern veginn fátt sætara en að rúlla dönunum upp... Hver veit nema bara eftir leikinn að við kaupum bara Tiovli og Litlu Hafmeyjuna þá er allt komið sem skiptir danina einhverju máli..

Engin ummæli: