16/01/2007

Hættulega sjálfhverf!
Hjúkkan kom sjálfri sér í þó nokkra hættu í kvöld sökum sjálfhverfu. Þannig var að hún var nýbúin að lesa frásögn af einstaklega vel heppnaðri spænsku kunnáttu sinni sem átti sér stað í vinnuferð til Barcelona síðastliðið haust er hún ákvað að fá sér góða sopa af Pepsi Maxinu. Þar sem hjúkkan var nú enn hálf hlæjandi af sjálfri sér tókst ekki betur til en svo að allt pepsíð rann beinustu leið niður í lungu og mikill hósti var það eina sem hjúkka uppskar. Atvikið sem gerði hjúkkuna svona voðalega glaða var sem sagt í leigubíl í Barcelona. Þar sem hjúkkan hafði nú tekið spænsku 103 hérna um árið (f. ca 12 árum síðan) var hún full sjálftraust á eigin getu til að tala spænsku. Leiðin lá að einhverju torgi við einhverja kirkju og hjúkkan var að rembast við að gefa leigubílstjóranum leiðbeiningar á spænsku (jú mín var svo ógeðslega góð í spænskunni) og eitthvað virtist leigubílstjórinn ekki vera að skilja hjúkkuna. Hann var farinn að baða út höndunum og vandræðast mikið og leit þá hjúkkan á hann með nettri fyrirlitningu (því leigubílstjórinn var svo lélegur í spænsku) og sagði kokhraust: ...no no no, CON CARNE!!!" Jább andartaki síðast trilltist samstarfskona hjúkkunnar úr hlátri í aftur sætinu og leigubílstjórinn líka, þá loksins heyrði hjúkkan þá snilld sem út úr henni hafði komið. Nei félagi við ætlum ekki á torgið - bara með kjöti!!!!!! Spænsku færnin var þá kannski ekki eins mikil í raun og veru!

Engin ummæli: