23/01/2007

Stundum verður maður orðlaus!!
Já það kemur nú ekki oft fyrir hjúkkuna að hún verði orðlaus, en það getur greinilega allt gerst. Síðustu daga hafa skipts á skin og skúrir og var sunnudagurinn einstaklega vondur dagur í íþróttalífi hjúkkunnar. Mikil hætta er á því að hjúkkan og Óskar geti aldrei horft á leiki saman þar sem allt fór fjandans til hjá liðum þeirra á sunnudaginn. En á mánudaginn kviknaði vonarneisti í íþróttahjarta hjúkkunnar þar sem hún sat heima í sófa með hroll og gæsahúð af stolti yfir "strákunum okkar" - þeir voru bara frábærir og sýndu að maður á aldrei að gefast upp. Nema hvað mánudagurinn byrjaði nú ekki eins vel og leikurinn endaði. Hjúkkan átti fund snemma morguns (fyrir klukkan 9) og sat prúð fyrir framan stofuna hjá þeim sem hún átti fund við. Á hægri hlið hjúkkunnar sat eldri maður sem talaði hátt og snjallt í símann og lýsti yfir dásemdum lífsins á sama tíma og hann pantaði tíma fyrir útför!!!! Já sumir vinna vinnuna sína á einkennilegum stöðum (að panta útför á biðstofu hjartalæknis fannst hjúkkunni alla vega svolítið súrt). Í miðju símtali mannsins vippar hann sér upp á hægri rasskinn og lætur flakka þetta líka blauta og rasskinnanötrandi prump!!! Eins og ekkert hefði í skorist hagræddi hann sér að því loknu á báðar rasskinnar og hélt áfram að tala í símann!!!!! Já góð byrjun á vikunni að láta ókunnuga reka við á mann!

Engin ummæli: