27/01/2007

Stoltust!
Hjúkkan er ofboðslega stolt af nokkrum hlutum í augnarblikinu. Fyrst ber að nefna nýju fartölvuna sem hún er komin með frá vinnunni og er hin krúttlegasta Dell talva. Svo má auðvitað ekki gleyma "strákunum okkar" í landsliðinu í handknattleik sem standa sig eins og hetjur í Þýskalandi. Það var nú í tæpara lagi leikurinn í dag og var orðið þó nokkuð um öskur og hvatningahróp yfir sjónvarpinu. Ráðgert er að sami hópur hittist á morgun og fagni sigri á Þjóðverjunum. Hjúkkan hefur óbilandi trú á því að strákarnir komi afslappaðir og fullir af leikgleði í leikinn á morgun og rúlli bara upp Þjóðverjunum. Síðast ber að nefna uppáhalds hornamann hjúkkunnar sem stóð sig eins og hetja í Íslandsmótinu í dag og sett inn 15 mörk!! Já það er nú ekki alltaf spurning um að vera of hávaxinn, þá er maður bara fljótari fyrir vikið!
Enn einn handboltamaðurinn á afmæli í kvöld og gaf hjúkkan honum nýtt gips í afmælisgjöf - í þetta sinn var gipsið neon gul-grænt! Til hamingju með afmælið og njóttu gipsins vel.

Engin ummæli: