19/06/2004

Dagurinn í dag!
Dagurinn í dag er tileinkaður unnustanum sem er að útskrifast með Mastersgráðu í Bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Ég er svo montin af honum enda hefur hann staðið sig eins og hetja í þessu öllu saman. Við byrjum í Laugardalshöllinni, sælla minninga frá því fyri 2 árum síðan þegar hann útskrifaðist síðast og ég líka. Þaðan liggur leiðin í kaffiboð ársins á Kambsveginum með nánustu fjölskyldumeðlimum og um kvöldið verður svo partý ársins fyrir vini og vandamenn. Dagskrá sjónvarpsins bíður upp á góðan þreytudag á morgun með frjálsum, formúlu og EM þannig að það er ekkert að óttast. Hlakka til að sjá sem flesta í dag og hef sett mér það markmið að njóta dagsins.

Engin ummæli: