08/06/2004

Framkvæmdargleði!
Í gær missti ég stjórn á mér í framkvæmdargleði eða léttu maníukasti. Eins og margir vita þarf að slá grasblettinn í kringum húsið svona af og til. Oft þykir gott að byrja á þessu athæfi á vorin og stunda þetta svo endurtekið út sumarið. Grasinu mínu var ekki sagt frá þessu plani og það óx og óx. Alltaf var stefnan tekin á garðinn en einhverra hluta vegna varð grasið út undan. Gaurinn í kjallaranum lofaði öllu fögru um yfirvofandi aðgerðir, sem enduðu auðvitað þannig að ég sló! Það þurfti alveg ofurþýska RACER slátturvél til þess að höndla allt þetta gras sem fyllti 6 svarta plastpoka!!! En það sem sagt daðraði við rigningu allan gærdaginn og á meðan slættinum stóð. Þetta varð til þess að spennan í kringum sláttinn magnaðist og magnaðist. Næ ég að klára helv. blettinn eða þarf ég að játa mig sigraða og horfa illa þunglynd á þann hluta sem verður eftir? Viti menn - ég lét ekki bugast og kláraði verkið með stæl. Gaurinn í kjallaranum er núna með samviskubit dauðans sem er fínt - ég græði bara á því. Eftir sláttinn tók ég mig til og keypti annan sófa. Eftir kvöldmat lá svo leiðin í hitting með bjórliðinu og voru nokkrir teigaðir við gott spjall um allt og ekki neitt. Stefnan er tekin á Hengilinn um helgina í gönguferð og bústað á Þingvöllum!

Engin ummæli: