Þessir tímar!
Þessa dagana er ýmislegt að gerast í lífi ofurhjúkkunnar. Ég lenti í flensu dauðans en eins og fyrr hefur komið fram lét ég ekki undan og hafði að lokum sigur. Ég skreið á fætur og komst aftur til vinnu ásamt því auðvitað að kaupa nýjan sófa. Nú hef ég sagt skilið við gamla góða IKEA sófann og hann er kominn í hendurnar á Ingu vinkonu sem lofaði að fara vel með hann. Það er líka mjög hughreystandi að vita að sófinn er enn innan sama vinahóps og hann hefur verið s.l. 10 ár.
Dagurinn í gær markaði líka ákeðin tímamót þar sem þá var ár frá ákveðnum atburði. Það er mjög magnað að hugsa til þess hversu hratt þetta ár hefur liðið. Stundum finnst manni tíminn fara eiginlega of hratt fram hjá manni og maður spyr sig hvað maður getur eiginlega gert til að hægja á þessu öllu saman. Ég held að málið með hraðan á tímanum sé tengt því hversu upptekinn maður gerir sjálfan sig til þess að þurfa ekki að hugsa um tímann í kringum sig. Engin smá speki!! En með þessu móti þarf maður ekki að takast á við hlutina undir því yfirskini að maður er bara einfaldlega of busy til þess að mega vera að því. En svo kemur að því að plottið kemur aftan að manni og þá er illt í efni. Hver kannast til dæmis ekki við að nota ingnore it aðferðina á flensuna. Jú jú manni tekst vel til þar til að maður fer í frí úr vinnunni og liggur að lokum lasin í öllu fríinu, sem er auðvitað ömurlegt.
03/06/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli