14/06/2004

Sumarfrí!
Nú er maður kominn í sumarfrí fram yfir næstu helgi. Fríið byrjaði á snilldar hátt með góðri göngu um Hengilssvæðið í stórkostlega vondu veðri. Líkaminn var orðið gegnsósa vegna rigningar og húðin farin af andlitinu vegna hávaðaroks. En þrátt fyrir óveðrir létu göngumenn (undirrituð, Héðinn, Inga og Svana)ekkert stöðva sig og gengu í tæpa 4 tíma! Lúin og köld skriðum við í bústað við Þingvallavatn og nutum kvöldsins með grillkjöti, hvítlaukssósu dauðans, rauðvíni, spilum og bjór. Sunnudagurinn fór í allra handa slökun með meira af spilum og því sem eftir var af matnum. Í dag skellti ég mér á vakt með Neyðarbílnum sem er sjúkrabíll með lækni innanborðs. Sama sagan endurtók sig og í fyrra og ég fékk nánast ekkert að gera, nema að horfa á snilldarleiki á EM. Er búin að gleyma sorgum gærdagsins yfir fávitaskapnum í leikmönnum Liverpool, sem að mínu mati eiga ekki að vera í enska landsliðinu.
Næstu dagar fara í allsherjar framkvæmdir á líkama og sál fyrir útskriftarveislur á laugardaginn. Stefnt verður að nýju meti í fólksfjölda í íbúðinni og verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman. Einnig er stefnan tekin á tennisnámskeið og frama í þeirri gjöfugu íþrótt. Það kemur í ljós hvort það borgi sig að vinna á slysó eftir að æfingar hefjast en einnig er kominn tími á gellubolta sumarsins með tilheyrandi marblettum og harðsperrum.

Engin ummæli: