26/06/2004

EM hamingja og almenn gleði!
Það er búið að vera nóg að gera í lífi ofurhjúkkunnar þessa síðustu daga. Partýið var algjör snilld og mikil gleði var á Kambsveginum. Líðanin daginn eftir var eftir atvikum góð og heilsan kom fljótt og örugglega tilbaka hjá helmingi íbúa. Ný vinnuvika hófst og lífið hélt áfram sinn vana gang. Mesta snilldin í þessari viku var þó tennisnámskeiðið sem mun gera mig að næsta meistara í þessari brilljant íþrótt og auðvitað dramatíkin á EM.
Ég þurfti að taka á honum stóra mínum í leik Englands og Portugals - og einnig í leik Frakklands og Grikklands. Í fyrra tilfellinu vildi ég að England ynni og grét sáran þegar Beckham tók nettan Baggio fyrir framan markið. Í seinna tilfellinu vildi ég svo heitt að Frakkarnir myndu ekki ná að jafna - og viti menn sú ósk rættist. Það er mjög áhugavert að sjá að flest þau lið sem spáð var góðu gengi í þessari keppni eru farin heim til sín. Portúgalarnir eru nú að berjast við egóið í Figo sem fór í fýlu eftir að hafa verið skipt út af í síðasta leiknum. Ég tel því að Tékkarnir komi sterkir inn á lokasprettinum en held þó tryggð minni við Hollendingana og Danina.

Engin ummæli: