18/06/2004

Útskriftarpartý og Evrópuboltinn!
Það er nóg að gera í landi ofurhjúkkunnar þessa dagana. Evrópumeistaramótið í knattspyrnu á hug manns og hjarta um eftirmiðdaginn og undirbúningur fyrir útskriftarveislu bókmenntafræðingsins á annan tíma dags. Það er svo yndisleg tilfinning þegar maður sér að allir þessir endalausu listar sem búnir hafa verið til eru að skila sér í góðu skipurlagi. Ég vil benda öllum þeim sem hafa gert endalaust grín af mínum listum og mínum listahæfileikum að hafa samband og ég skal sýna fram á betri árangur í skipurlagningu daglegs amsturs. Þar sem ofurhjúkkan er auðvitað félagsmálafíkill hefur hún tekið að sér enn eitt nefndarstarfið. Jú þetta er ákveðið fíkn að var komin í svona mál en nú er stefnan tekin á nýja kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og framtíðarsýn BHM.
Til þess að fylla í tómarúmið sem kemur til með að myndast eftir að útskriftarveislunni lýkur hefur ofurhjúkkan skráð sig á tennisnámskeið og stefnir að glæstum frama í þessari fræknu íþrótt. Hver veit nema maður endi bara á Wimbeldon einn góðan veðurdag? Það verður tíminn að leiða í ljós en þangað til held ég að Svíþjóð fari langt á EM 2004.

Engin ummæli: