28/06/2004

EM - krísa eða hamingja!
Ég er alveg að verða bit á þessu úrslitum í síðustu leikjum sem hafa verið á EM. Auviðtað var ég manna hamingjusömust þegar mínir menn Hollendingar náðu að berja fram sigur gegn Svíum í vítaspyrnukeppni. Þetta leit ekki vel út þar sem Hollendingar hafa dottið út úr svona mótum 4 sinnum á síðastliðnum 14 árum í vítakeppni. Tölfræðin var ekki með mínum mönnum en auðvitað kom Edvin Van der Sar okkur til bjargar - hann lengi lifi! En nú er málið í þessari keppni að 3 af 4 liðnum sem ég spáði 1. - 4. sæti eru dottin út. Ég spáði hinu óþolandi liði Frakka sigri, því næst Þjóðverjum svo Hollendingum og loks Dönum í 4. sæti. Ef fer sem horfir detta mínir menn út í leiknum gegn Portugal, og það held ég að hjarta mitt þoli ekki að sjá. Annars er komin ný spá miðað við stöðu liða í augnarblikinu og hér með spái ég Tékkum sigri á mótinu, Hollendingum 2. sæti (er þrátt fyrir það stolt af strákunum), Portúgölum 3. sæti og Grikkjum 4.sæti.
Verst heppnaði fyrirslátturinn þessa dagana er að Luis Figo hafi farið beint inn í klefa eftir að hafa verið skipt út af, til þess að biðja fyrir sigri. Var hann líka að biðja þegar liðið var að æfa daginn eftir og hann mætti ekki?

Engin ummæli: