Stoltur Íslendingur!
Ég er svakalega stolt af honum Ólafi Ragnari forseta okkar. Ég beið í ofvæni eftir fréttamannafundinum í gær og varð nær orðlaus þegar hann las upp yfirlýsingu sína. Mér fannst hann koma málinu vel frá sér og vera hugrakkur að taka þessa ákvörðun. Auðvitað hlaupa allir sjálfstæðismenn upp til handa og fóta og segja þessi lög um neitunarvaldið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu vera röng og Davíð ráði í einu og öllu en þeir geta bara átt sig. Ég er mjög stolt af þessu og held eins og margir hafa sagt að þetta hafi bjargað lýðræðinu á Íslandi. Svo er auðvitað mjög skemmtilegt að pæla í því hvað gerist næst. Verður þetta ríkisstjórninni að falli? Hverjir færu í stjórnarsamstarf? Hvert fer Davíð? Já ég er búin að finna svör við öllum þessum spurningum en hef ekki í hyggju að birta þau hér.
03/06/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli