02/07/2004

Hvað nú?
Ég á ekki til aukatekið orð! Mér hefur sem sagt tekst að valda því að 5 lið eru dottin úr EM. Sko málið er auðvitað þau fjögur sem ég spáði 1. - 4. sæti eru öll farin og svo spáði ég Tékkum sigri en viti menn - þeir hrundu út á móti Grikkjum. Nú held ég með Portúgal, þannig að ef ég væri að fara að veðja á leikinni myndi ég segja að Grikkir verði meistara (í ljósi gengis liða sem ég held með). Annars hefur lífið verið svo ljúft á meðan þessari yndislegu keppni hefur staðið. Brilljant bolti í sjónvarpinu og allir í stuði.
Tennisnámskeiðið er ekkert smá gaman, og nú má íþróttaheimurinn á Íslandi fara að vara sig! Þvílíku framfarirnar hjá manni eru með ólíkindum. Ok ég var nú nokkuð góð þegar ég byrjaði en vá hvað ég er klár núna! Síðasti tíminn er í næstu viku og svo er það bara að fara að spila. Jóhann er þegar kominn með kort þannig að við eigum eftir að meika það illilega það sem eftir líður sumars. Það eina slæma við þessa íþrótt er að annar handleggurinn á manni verður stærri og massaðri heldur en hinn. Jú maður er bara með spaðann í annarri hendinni, tekur stundum létt í hann með hinni í bakhöndinni. Nú þarf ég sem sagt að finna mér íþrótt fyrir vinstri hendi líka. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir - endilega látið mig vita.

Engin ummæli: