12/07/2004

Sumarfílingur og gleði!
Það er ekki hægt að segja annað en að líf mitt hefur batnað til muna eftir að iðnaðarmennirnir luku störfum sínum í næsta húsi. Þvílík gleði og hamingja að geta sofið út á morgnana og vakna ferskur rétt um hádegi. Senn fer að líða að eftirsóknarverðu sumarfríi hjá ofurhjúkkunni þannig að það er bara sumarfílingur framundan. Á reyndar eftir að vinna 10 vaktir á næstu 11 dögum en það gerir fríið bara enn betra. Um síðustu helgi skrapp ég til hýru mannanna og átti góða kvöldstund með snilldar sýnishornum af prúðuleikurunum. Vá hvað ég hló mikið!! Þið munið kannski eftir þessu atriði en það er erfitt að lýsa því. Ég reyndi að lýsa því fyrir Lou um daginn eftir að hafa drukkið tvo kaffibolla á of skömmum tíma og það fór næstum því illa. En þetta eru sem sagt tvær bleikar verur að syngja undirspil og svo kemur Dýri inn á milli með Manamanah. Ég hvet alla sem hafa til þess getu að sjá þetta - þvílík og önnur eins snilld. Á meðal manna í hýrumannaveislunni var ungur maður sem fæddur er 1981. Hann horfði furðulostinn á aðra aðilla í herberginu og velti því fyrir sér hvers konar fáránlega barnaefni við ólumst upp við. Sjáið fyrir ykkur eftir 25 ár þegar liðið sem er að alast upp við Stubbana og Bubba byggir horfa á þá í partýi! En sem sagt ekkert nema svakastuð á ofurhjúkkunni í dag.

Engin ummæli: