Stelpudagur dauðans!
Geri aðrir betur en ég og megaskutlan hún Inga í gær. Við byrjuðum daginn á því að fara í World Class. Þrátt fyrir gífurlegar yfirlýsingar um þann stað, og það hversu kalt yrðir í helvíti áður en ég stigi þar inn fyrir dyr, var þetta bara ágætis upplifun. Þarna voru auðvitað mætt Classa-tröllin sem virðast ekki hafa neitt annað við tíma sinn að gera en að stunda líkamsrækt - eða alla vega labba um líkamsræktarstöðina í þrönga gallanum sínum. En eftir nokkuð púl drifum við okkur í sundlaugina og nutum útsýnisins. Eftir þó nokkra stund í heita pottinum var hungrið farið að segja til sín all svakalega og leiðin lá sem hraðast í sturtu og á Pizzahöllina þar sem ein af snilldum kvöldsins var framreidd. Auðvitað gripum við með okkur tvær stórar pizzur og brauðstangir og brunuðum heim á Kambsveg. Þar tók við gífurlegt át á svakalegum hraða sem endaði með afveltu vegna ofáts og auðvitað var hinn kaldi teigaður með. Kíktum rétt á yfirlit frétta og svo byrjaði skemmtunin. Xboxið var sett í samband og Halo settur í tækið, þráðurinn var tekin upp þar sem frá var horfið fyrir nokkru og við héldum áfram að bjarga Alheimnum frá áhrifum geimvera af ýmsum toga. Eftir 4 og hálfan tíma af geimverudrápi vorum við komnar með harðsperrur í augun og skjálfta á hendurnar og ákváðum að kalla það gott, enda margar geimverurnar fallnar og hinir köldu flestir búnir. Þá skriðum við í háttinn enda búnar að gera heiminum gott heila kvöldstund.
Vaknaði í morgun með harðsperrur í augunum :)
28/07/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli