Karlmennskukvöld!
Í kvöld tókum við Inga vinkona alveg hrikalegt karlmennskukvöld. Þetta byrjaði allt saman með úrslitaleiknum á EM þar sem áhrif mín komu enn og aftur í ljós. Jú eins og fyrr hefur komið fram hér á síðunni hef ég þau neikvæðu áhrif að öll lið sem ég spái sigri tapa! Þetta kom berlega í ljós í kvöld þar sem síðasta vonin voru Portúgalar. Auðvitað töpuðu þeir þar með leiknum og Ronaldo grét fögrum tárum. Í hálfleik var svo mallaður ofurhamborgari með öllu tilheyrandi og ölinn teygaður með. Að leik loknum var kallinn sendur út með viðhaldinu og ráðlagt að halda sig fjarri þar sem seinni hluti kvöldsins var rétt að byrja. Við gellurnar komum okkur vel fyrir í sjónvarpsherberginu með nýjan öl og fórum að leika okkur í nýju Xbox leikjatölvu heimilisins. Við sátum og spiluðum Halo sem er algjör snilldar leikur í rúma 3 tíma og fengum okkur meiri bjór. Í leiknum skutum við og drápum heilan helling af óvinveittum geimverum til þess eins að bjarga alheimnum frá glötun. Það eina sem varpaði skugga á karlmennskuna var að við vorum að drekka Viking Lite (konubjór), en á meðan fitnar maður ekki :)
Stefnan er tekin á góðan tennisleik á morgun með Jóhanni og svo það sama og alltaf í vinnunni. En ég mæli hiklaust með svona kvöldum - ótrúlega endurnærandi að skjóta og berjast í tölvuleik í 3 tíma eina og eina kvöldstund. Líka voða gott til að losna við nokkurs konar pirring og gremju sé eitthvað slíkt til staðar.
Hamingjuóskirnar fær Lovísa fyrir krúttlegu íbúðina sína og gott partý á föstudagskvöld.
04/07/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli