22/07/2004

Það fer alveg að koma!
Ótrúlegt en satt þá fer að koma að sumarfríinu hjá ofurhjúkkunni.  Niðurtalningin byrjaði fyrir 20 dögum og þegar maður er búinn að vinna 19 af s.l. 20 dögum á maður skilið að fara í gott sumarfrí.  Stefnan er tekin sólböð og almenna hamingju í tennis ásamt nokkrum köldum sem verða drukknir.  Verslunarmannahelgin verður tekin í góðra vina hópi í útlegu og svo er það bara París.  En það sem skiptir líka höfuð máli eru auðvitað Ólympíuleikarnir sem verða í Aþenu og maður getur legið yfir dag og nótt. Þangað til er stefnan tekin á chill og einungis einn dag meir í vinnunni.

Engin ummæli: