29/07/2004

Grill og frönsk súkkulaðikaka!
Í gær tók ofurhjúkkan sig til og hélt margumbeðið hýrt grillpartý.  Allir helstu hýru vinir ofurhjúkkunnar komu á svæðið og slegið var upp snilldargrillpartý.  Þrátt fyrir slæmt veður lét ofurhjúkkan ekkert stöðva sig og vill þakka nágrönnum sínum fyrir að hafa ekki hringt á slökkviliðið!  Smá reyk insident sem ekkert mál var að bjarga hafði bara góð áhrif á kjötið sem flamberaðist á grillinu.  Eftir dýrindis mat og sallöt voru dregin fram syndsamlega góð frönsk súkkulaðikaka, ferks hindber, jarðaber, bláber og sprautu rjómi.  Það var hlegið eins og fólk ætti lífið að leysa og undirtónar voru einungis á eina vegu.  Svana súper gella og Inga megabeib komu á réttum tíma til þess að njóta eftirréttsins og félagsskaparins.  Ofurhjúkkan lofaði öllu fögru um að vaska ekki upp fyrr en í fyrramálið en sveik það auðvitað um leið og allir voru farnir.  Það er svo leiðinlegt að vakna upp eftir gott kvöld og þurfa að horfast í augu við líkin og leyfarnar.  Að uppvaskinu loknu var One Tree Hill skellt í tækið og loks var skriðið upp í bedda.

Engin ummæli: