06/07/2004

Iðnaðarmenn!
Þessa dagana þykir mér ekkert sérstaklega vænt um iðnaramennina sem eru að vinna í næsta húsi. Það er verið að taka það hús eitthvað í gegn og þessir ágætu menn mæta alltaf stundvíslega kl. 08:30. Fljótlega eftir fyrsta kaffibollann byrja þeir að nota mjög háværar vélar og djöflast á þeim til kl. 10. Nú þegar þeim hefur skilmerkilega tekist að vekja alla í nágrenninu hætta þeir að nota vélina og ró kemst aftur á. Þetta hefur staðið yfir í nokkra daga svona, alltaf eins og mér er lítið skemmt. Eins og margir vita þá er eitt af áhugamálum mínum að fá að sofa út og þetta skerðir að miklu leyti þá möguleika. Ég þakka nú reyndar fyrir það að ég er ekki komin í sumarfrí, því þá væri ég nú svolítið pirruð. En þetta tekur jú allt enda. Mér er þó hugsað til einnar sem hafði syngjandi iðnarmenn hjá sér - hvar ætli maður panti það?

Engin ummæli: