18/07/2004

Í sól og sumaryl
- er best að vera inni í vinnunni, þá brennur maður ekki og fer sér ekki að voða með þátttöku i sólskyns íþróttum.  Taki maður þátt í slíku athæfi er hætta á því að þurfa einmitt að fara á slysadeildina og bíða eftir öllum hinum sem voru líka að leika sér í góða veðrinu með slæmum afleiðingum.  Það er best að liggja bara heima hjá sér og gera ekki neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir kvöldmat.  Þá helst skal fá sér eitthvað gott að drekka sem jafnvel veldur því að maður þarf að skilja bílinn eftir.  Svo skal hrista á sér skankana - gott að fara á Mojito Café því þar virkar ekki loftræstingin og manni líður eins og maður sé í útlöndum.  Koma svo út af staðnum, þurrka af sér svitann og finna sér næstu búllu sem selur eitthvað heitt - sveitt og feitt.  Borða það með bestu lyst og drífa sig svo í leigubílaröðina, þar sem maður getur mögulega eignast nýja vini. Daginn eftir er svo málið að drífa í sig amerískan morgunmat, egg, beikon, pönnukökur, síróp og beyglur og drífa sig svo í vinnuna.  Mælt er svo með því að endurtaka athæfið eins oft og þörf krefur.

Engin ummæli: