Sólbrún og sæt í sumarfríi!
Sumarfríið byrjaði með snilldar útilegu um helgina. Stefnan var í Þjórsárdalinn en sökum rigningar og almenns fúllyndis á svæðinu ákváðum við gellurnar að tjalda í Árnesi. Þvílíka snilldar tjaldstæðið sem er þar. Flottur gaur sem var að gera leikfimisæfingar og heitur pottur sem allir hafa aðgang að. Auðvitað var hent sér í pottinn strax eftir komu og nokkrir kaldir teigaðir með. Endalausar samræður tóku svo við og loks var farið í háttin við sólarupprás. Laugardagurinn heilsaði með kæfandi hita inni í tjaldinu og sólskini úr öllum áttum. Drifum okkur í gönguferð um Gjánna, Hjálparfoss og auðvitað þjóðveldisbæinn Stöng (þar sem Ingó átti að hafa búið). Að því loknu drifum við okkur í Þjórsárdalslaug sem er snilldin ein og sér. Grillið var mundað um kvöldið og meiri bjór og rauðvín drukkið. Í morgun tók svo annar eins sólardagur við og það er ekki frá því að maður sé nokkuð sólbrúnn (ok sólbrunninn á stöku stað) og sætur eftir þessa ferð. Næstu dagar fara í það að vera grasekkja og njóta þess að vera einn heima í íbúðinni. Kannski að maður taki sig bara til og gangi um nakinn. Hver veit???
25/07/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli